Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 21

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 21
SYRPA 19 fæði og ’húsnæði um hríð, þó eg reyndar væri búinn að frétta, að hann héldi vanalega til á hinum allra dýrustu hótelum. “Eg þakka þér innilega fyrir þessa leiðbeiningu”, sagði hann, þegar eg var búinn að segja honum til vegar með mik- illi nákvæmni. “Segðu húsmóður þinni, að eg komi í hús hennar að öllu forfallalausu á morgun, einhvern tíma á milli hádegis og nónbils. Eg hefi þegar komið á flest íslenzk heimili hér í borginni nema hennar. — Vertu í guðs friði.” Hann tók í hönd mína, brosti blíðlega og gekk út. Daginn eftir, þegar klukkan var um tvö, og frænka mín var nýbúin a$ taka af borðum, kom þessi einkennilegi maður í skakka-húsið og 'bar litla tösku í vinstri hendinni. — Eg hafði ekki farið til vinnu minnar þann dag, að líkindum aðal- lega vegna þess, að eg vildi vera heima, þegar herra Island kæmi þangað. Hver vissi, nema hann ætlaði að tala um fleira við frænku mína, en bara fæði og húsnæði? Gat ekki skeð, að hann hefði frá einhverju að segja, sem var markvert og nýstárlegt, þar sem hann var sagður að vera dularfullur æf- intýramaður? Eg veit, að lesarinn hefir það ávalt hugfast, að eg var á þessum árum forvitinn með afbrigðum. Frænka mín tók vel á móti manni þessum og bauð hon- um strax inn í borðstofuna, því að þangað bauð hún jafnan gestum sínum. Eg var þar fyrir, þegar hann kom inn. Hann þekti mig undir eins, heilsaði mér sérlega vingjarnlega og gat þess, að eg hefði vísað sér mjög vel til vegar. — Eg bjóst strax við, að hann mundi bera upp erindi sitt, og annað hvort biðja frænku mína um húsnæði, eða bjóða mér ein- hverja bók til kaups. En liann gjörði hvorugt. Hann talaði um eitt og annað, spurði frænku mína um ætt hennar og æskustöðvar, og vildi vita, hvað borðmennirnir hennar hétu, og hvaðan af íslandi þeir væru komnir. Hann sat hjá okkur í borðstofunni í fullan klukkutíma, drakk tvo bolla af góðu kaffi og borðaði pönnukökur með. Og lengi virtist mér að erindi hans í skakka-húsið væri eingöngu það, að vita, hverra manna frænka mín væri. En þegar hann var að ljúka við að drekka kaffið, sagði hann við frænku mína: “Eg ætla að segja þér nokkuð, góða kona: Eg á brýnt erindi við þig.” “Einmitt það!” sagði frænka mín og roðnaði ofurlítið í framan. “Eg þarf endilega að spyrja þig að nokkru,” sagði herra Island. “Rétt er það!” sagði frænka mín og roðnaði enn meira í framan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.