Syrpa - 01.01.1922, Page 22

Syrpa - 01.01.1922, Page 22
20 SYRPA “Og það er mjög áríðandi, að svar þitt sé rétti og hisp- urslaust.” “Bara eg viti það, sem þú ætlar að spyrja mig um.” “j?ú veizt það sjálfsagt,” sagði herra Island brosandi. Og það er þetta: Hefir nokkurn tíma verið hér til húsa hjá þér ungur maður, sem nefndist ARNÓR BERG?” “Já,” sagði frænka mín, “maður með því nafni var hér til húsa á annað ár; en nú eru rúm tvö ár síðan, að hann fluttist héðan alfarinn.” “pað gleður mig að vita, að hann var hér,” sagði herra Island; “en nú er mér mjög áríðandi að vita,"hvar hann er niðurkominn.” “En um það veit eg ekki minstu vitund. Hann fór héðan snemma í Janúar, 1884, og var sagt að hann hefði farið suður til Bandaríkjanna. — Eg hefi aldrei fengið bréf frá honum síðan og ekkert um hann frétt. Eg gæti bezt trúað því, að hann hafi farið hekn til íslands, því að það var heimþrá í honum með köflum.” “Nei, hann var ekki kominn heim aftur til íslads í haust, sem leið; um það er eg alveg sannfærður.” “En hann er ef til vill dáinn,” sagði frænka mín; “hann var sérlega heilsuveill meðan eg kyntist honum.” “Já, það má vel vera, að hann sé dáinn, en samt vona eg, að það sé ekki. Eg vona að hann sé enn á lífi og heill heilsu, og að eg eigi eftir að finna hann. — En varst þú ekki kunnug- ur þessum unga manni, sem eg er að spyrja um?” (Og herra Island leit til mín). “Eg var honum nokkuð kunnugur,” sagði eg og fór að verða 1 meira lagi forvitinn. “Hann var herbergisnautur minn um nokkura mánuði og mér féll hann mjög vel í geð. — pú ert ef til vill móðurbróðir hans?“ “Nei, eg er ekkert skyldur honum, svo eg viti. — Móður- bróðir hans? Af hverju spyr þú, hvort eg sé móðurbróðir hans?” (Og augu herra Islands urðu nokkuð hvöss). “Eg spurði bara í hugsunarleysi,” sagði eg. “Hann er sem sé ungur maður, en þú ert að verða roskinn, herra Is- land.” “En því gaztu ekki eins vel spurt, hvort eg væri faðir hans?” “Hann sagði mér, að faðir sinn væri dáinn.” “Sagðist hann eiga móðurbróður á lífi?” “Hann mintist á móðurbróður sinn.” “Hvað nefndi hann móðurbróður sinn?” “Hálfdán Arnórsson Berg”. (Eg fann að herra Island

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.