Syrpa - 01.01.1922, Síða 30

Syrpa - 01.01.1922, Síða 30
28 SYRPA kring, eftir íslenzkan biskup: Mag. Jón Thorkelsson Vídalín. — par að auki var skrifibók í töskunni, og var hún með þunn- um, svörtum lérefts-spjöldum, sjö þumlungar á lengd og fjór- ir þumlungar á breidd. í henni voru 64 iblöð, en að eins 19 blöð skrifuð. Var það, sem þar stóð skrifað á íslenzku eða einhverju öðru tungumáli en frakknesku, ensku eða latínu. — IJerra Berg var þannig til fara, þegar hann kom í klaust- rið, að hann var í bláum utanhafnar-fötum úr ensku vað- máli, og í ullar-næríötum og ullar-sokkum. Á höfði hafði hann gamla húfu úr bifur-skinni; á fótum sólalausa skó (moccasins) með hjarta-mynduðu útflúri á ristinni; á hönd- um þunna vetlinga úr grófu ullarbandi og hanzka úr loðskinni utan yfir þiem; um hálsinn skozkan trefil; og yzt klæða stutt- an stakk úr vísundahúð. par að auki var hann vafinn í -ullar- voð (blanket) og bjarndýrsfeld á meðan hann var í sleðan- um á leiðinni frá Fort Garry. En ullarvoðina og bjarnar- feldinn áttu þeir Godson og Villon. — f vösum herra Bergs voru tveir bládropóttir lérefts-klútar, lítill pennahnífur og peningabudda, sem í voru fimm dollarar og áttatíu cents. Einnig var innsiglað bréf í brjóstvasa hans, og átti það að fara til íslands. — pví miður setti eg ekki á mig nafnið, sem á bréfinu var, en eg man,að það var langt útlént nafn. Viðvíkjandi Godson og Villon hefi eg harla fátt að segja. peir voru á að gizka rúmlega tvítugir að aldri, frísklegir menn, en nokkuð léttúðgir að sjá. Godson var hár og grann- ur, og Villon lágur og gildur. peir voru tvo sólarhringa um kyrt hér í klaustrinu, og héldu svo áfram til borgarinnar St. Paul, og sá eg hvorugan eftir það. En herra Berg tal- aði lengi einslega við Godson, áður en hann (Godson) lagði á stað frá klaustrinu, og bað hann fyrir tvö bréf (annað stórt en hitt lítið), sem áttu að fara til íslands, og fékk honum, að mér ásjáandi, sjötíu og fimm cents í peningum fyrir burð- areyri með pósti.’ Hafði herra Berg skrifað stærra bréfið áður en hann fór frá Fort Garry, en hitt skrifaði hann með blýant í rúminu daginn eftir að hann kom hingað í klaustr- ið. Hvort bréfin hafa nokkurn tíma komist til skila, er mér með öllu óljóst. En eg hefi gilda ástæðu til að halda, að þau hafi misfarist á einhvern hátt — að minsta kosti bréf- ið, sem skrifað var á Ambrosiusmessu (4. apr.) ; og munu þeir, sem þessar línur lesa til enda, verða mér samdóma um það. Fyrstu dagana, sem herra Berg var hér í klaustrinu, var hann oft furðanlega málhress, og' gat setið uppi í rúminu, við herðadýnu, alt að klukkustund í senn; og notaði hann þær stundir til að skrifa nokkurar línur, ýmist í skrifbókina eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.