Syrpa - 01.01.1922, Síða 30
28 SYRPA
kring, eftir íslenzkan biskup: Mag. Jón Thorkelsson Vídalín.
— par að auki var skrifibók í töskunni, og var hún með þunn-
um, svörtum lérefts-spjöldum, sjö þumlungar á lengd og fjór-
ir þumlungar á breidd. í henni voru 64 iblöð, en að eins 19
blöð skrifuð. Var það, sem þar stóð skrifað á íslenzku eða
einhverju öðru tungumáli en frakknesku, ensku eða latínu.
— IJerra Berg var þannig til fara, þegar hann kom í klaust-
rið, að hann var í bláum utanhafnar-fötum úr ensku vað-
máli, og í ullar-næríötum og ullar-sokkum. Á höfði hafði
hann gamla húfu úr bifur-skinni; á fótum sólalausa skó
(moccasins) með hjarta-mynduðu útflúri á ristinni; á hönd-
um þunna vetlinga úr grófu ullarbandi og hanzka úr loðskinni
utan yfir þiem; um hálsinn skozkan trefil; og yzt klæða stutt-
an stakk úr vísundahúð. par að auki var hann vafinn í -ullar-
voð (blanket) og bjarndýrsfeld á meðan hann var í sleðan-
um á leiðinni frá Fort Garry. En ullarvoðina og bjarnar-
feldinn áttu þeir Godson og Villon. — f vösum herra Bergs
voru tveir bládropóttir lérefts-klútar, lítill pennahnífur og
peningabudda, sem í voru fimm dollarar og áttatíu cents.
Einnig var innsiglað bréf í brjóstvasa hans, og átti það að
fara til íslands. — pví miður setti eg ekki á mig nafnið, sem
á bréfinu var, en eg man,að það var langt útlént nafn.
Viðvíkjandi Godson og Villon hefi eg harla fátt að segja.
peir voru á að gizka rúmlega tvítugir að aldri, frísklegir
menn, en nokkuð léttúðgir að sjá. Godson var hár og grann-
ur, og Villon lágur og gildur. peir voru tvo sólarhringa
um kyrt hér í klaustrinu, og héldu svo áfram til borgarinnar
St. Paul, og sá eg hvorugan eftir það. En herra Berg tal-
aði lengi einslega við Godson, áður en hann (Godson) lagði
á stað frá klaustrinu, og bað hann fyrir tvö bréf (annað stórt
en hitt lítið), sem áttu að fara til íslands, og fékk honum,
að mér ásjáandi, sjötíu og fimm cents í peningum fyrir burð-
areyri með pósti.’ Hafði herra Berg skrifað stærra bréfið
áður en hann fór frá Fort Garry, en hitt skrifaði hann með
blýant í rúminu daginn eftir að hann kom hingað í klaustr-
ið. Hvort bréfin hafa nokkurn tíma komist til skila, er mér
með öllu óljóst. En eg hefi gilda ástæðu til að halda, að
þau hafi misfarist á einhvern hátt — að minsta kosti bréf-
ið, sem skrifað var á Ambrosiusmessu (4. apr.) ; og munu
þeir, sem þessar línur lesa til enda, verða mér samdóma um
það.
Fyrstu dagana, sem herra Berg var hér í klaustrinu, var
hann oft furðanlega málhress, og' gat setið uppi í rúminu,
við herðadýnu, alt að klukkustund í senn; og notaði hann þær
stundir til að skrifa nokkurar línur, ýmist í skrifbókina eða