Syrpa - 01.01.1922, Síða 36
34
SYRPA
mestu hægð og horfði á mig þegjandi nokkur augnablik,
eins og til að vita, hvernig mér hefði orðið við að heyra þetta.
“pannig er nú frásögn sú, er Bernard munkur skrifaði
rúmum mánuði áður en hann dó,” sagði herra Island.
“petta er merkileg frásaga,” sagði frænka mín og studdi
hönd undir kinn. En það var samt langt frá því, að hún
hefði enn rétta hugmynd um þetta í sambandi við komu
Arnórs til Ameríku.
“En hvernig fórstu að vita það,” sagði eg, “aö Arnór
Berg var systursonur þessa manns ? Og hvernig gastu kom-
ist að því, hvað systir þessa manns hét, og hvar hana var
að finna?”
“Eg skal segja þér það,” sagði herra Island og brosti:
<vpegar eg las bréfkafla þann, sem fylgdi frásögn Bernards
munks, þá sá eg, hvernig átti að finna hana. Fór eg þá
heim til íslands að ráði ábótans og með styrk frá (honum.
En systir hins íslenzka farmans var þá dáin fyrir þremur
eða fjórum árum. Hún hafði verið ekkja nokkur ár. Son-
ur hennar hafði farið til Ameríku sumarið 1881, (sama ár
og hún dó). En dóttir hennar var enn á íslandi, gift kona
í sveit. Hana fann eg að máli, og hún sagði mér alt um
ferðalag Arnórs bróður síns. Síðan hefi eg þrætt, svo að
segja, hvert hans spor, þangað til að hann fluttist alfarinn
úr þessu húsi.”
“Hvað heitir klaustrið, þar sem herra Berg (farmaður)
dó?” spurði eg.
“pví verð eg að halda leyndu fyrst um sinn,” sagði herra
Island.
“En þú mátt segja mér nafn ábótans?”
“Nei, hreint ekki að svo stöddu,” sagði herra Island og
brosti. (Honum þótti eg víst einkennilega forvitinn).
“Eg verð að sætta mig við það,” sagði eg.
“Ertu ekki sannfærður um það, eftir að hafa heyrt frá-
sögn munksins, að það er Arnóri, vin þínum, í hag, að eg
finni hann sem allra fyrst?”
“Jú,” sagði eg.
“Og þú kannast ef til vill við sumt, sem um er getið í
frásögninni,” sagði hann blátt áfram.
“Já, eg kannast við margt, sem þar er nefnt,” sagði eg.
“Vinur þinn, hann Arnór, hefir án efa sagt þér um fjár-
sjóðinn?”
“Hann mintist á hann við mig.”
“Og leitað hefir hann þá að fjársjóðnum?”
“Já,” sagði eg.
“En aldrei fundið hann?”