Syrpa - 01.01.1922, Side 37
SYRPA
35
“Nei”.
“Auðvitað ekki,” sagði herra Island. “En nú heyri eg,
að hann hefir haft í höndum eitt eða fleiri af bréfum þeim,
sem móðurbróðir hans skrifaði heim síðasta veturinn, sem
hann lifði.”
“Hann hafði eitt bréf,” sagði eg hikandi.
“Hvert þeirra?” spurði þessi skarpskygni maður.
“]?að, sem skrifað var haustið 1869,” sagði eg.
“Og auðvitað hefir hann lesið þér bréfið?”
“Hann lét mig sjá það.”
“Og lesa það?”
“Já.”
“Oftar en einu sinni?”
“Að minsta kosti einu sinni.”
“Og hinn írski vinur hans hefir auðvitað líka fengið að
vita um innihald þess?”
“Já.”
“Og kannske að Arnór hafi sýnt það fleirum?”
“Ungfrú Trent hefir að sjálfsögðu orðið að vita um inni-
hald þess.”
“Ungfrú Trent?” sagði herra Island, lagði áherzlu á
orðin og hvesti á mig augun. “Hver er hún?”
“Hún er bróðurdóttir William Trents, þess, er bað móð-
urbróður Arnórs fyrir peningana á deyjandi degi.”
“Eg heyri nú, að Arnór vinur þinn hefir ekki verið al-
veg aðgjörðarlaus síðan hann kom til þessa lands,” sagði
herra Island og brosti ánægjulega. “Og hann er, ef til
vill, búinn að finna fjársjóðinn nú, þó þú vitir ekki um það.”
(Hann sagði þetta lágt og sei nt og horfði beint í augun í
mér).
“Nei,” sagði eg, “því miður er fjársjóður sá ófundinn
enn — um það er eg alveg viss — og það er lítil von til þess,
að hann finnist nokkurn tíma.” (Eg sagði þetta nokkuð í-
byggilega; og hann tók eftir því).
“Við skulum vera vongóðir,” sagði hann; “því að ekk-
ert er svo vandlega falið, að það finnist ekki einhverntíma.
En vertu nú svo vænn, að fylgja mér til írska mannsins, því
að mig langar að vita sem fyrst, hvernig hann tekur í þetta
mál.”
Fáum mínútum síðar lögðum við á stað vestur að húsi
gamla O’Brians. Gekk herra Island mjög hægt og steig
þungt til jarðar. Hann var alt af að tala við mig á leið-
inni og hvatti mig mikið til að ganga á æðri skóla, eða læra
eitthvert handverk.
O’Brian var heima í húsi sínu, þegar við komum þang-