Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 44
SYRPA
42
sagði að herbergi Godson væri næst uppgöngunni vinstra
megin, þegar upp væri gengið.
Við gengum nú tafarlaust upp á loft, og hrikti og brak-
aði í hverri tröppu í stiganum. Og O’Brian klappaði ofur-
ha?gt á hurðina á herbergi Godsons, en enginn kom til dyra.
Samt heyrðum við að einhver var þar inni. Eftir dálitla
stund opnaði O’Brian sjálfur dyrriar og gekk inn í herberg-
ið og eg á eftir honum.
Herbergið var lítið. B.úm var þar við vegginn. par
var og borð og stóll og gömul kista; og sömulieðis var þar
vatns-kanna og þvotta-skál úr leir á gömlu þvottaborði, sem
stóð í einu horni herbergisins. Á borðinu logaði ljós á litl-
um steinolíu-lampa. Á stólnum sat hár og grannur og sér-
lega skuggalegur maður, með dagblað í hendi. pað var
Godson.
“Gott kvöld, herra Godson,” sagði O’Brian glaðlega, þeg-
ar hann var búinn að láta hurðina aftur á eftir okkur, og
hann rétti Godson höndina.
Godson tók ekki í hönd hans. En hann spratt á fætur í
skyndi og fleygði dagblaðinu á gólfið. “Hvað er þetta?” sagði
hann önugur. “pið vaðið inn í herbergi mitt óboðnir! Eruð
þið drukknir, eða hvað?”
“Fyrirgefðu mér, herra Godson minn góður,” sagði
O’Brian. “Eg var búinn að berja á dyrnar, en þú1 gafst því
engan gaum.”
“Eg ætlaði ekki að ljúka upp fyrir neinum í kvöld,”
sagði Godson. “Eg er mikið lasinn og þarf að hvílast. Og
svo er þetta herbergi engin opinber skrifstofa eða samkomu-
salur fyrir almenning.”
“Eg heiti Patrekur O’Brian. Og eg á brýnt erindi við
þig, herra Godson.”
“'pvaður!” sagði Godson illhryssingslega. “pú átt ekk-
ert erindi við mig. Eg þekki þig ekki—hefi aldrei séð þig
fyr og aldrei heyrt þín getið.”
“Eg hefi samt heyrt þín getið, herra Godson,” sagði
O’Brian. “pú hefir getið þér frægð fyrir snildarlegan út-
búnað á leiksviði. Og vona eg að þú haldir áfram að full-
komna þig æ meir og meir í þeirri einkar-fögru íþrótt. — En,
sem sagt, þá kom eg hingað af því, að eg á mjög brýnt er-
indi við þig.”
“Hvað viltu ?” spurði Godson. Hann settist á rúmið, og
benti O’Brian að setjast á stólinn. En eg settist á gömlu
kistuna.
“Eg kem til að leita hjá þér upplýsinga,” sagði O’Brian,
þegar hann var seztur.