Syrpa - 01.01.1922, Síða 55

Syrpa - 01.01.1922, Síða 55
SYRPÁ 53 ar eg kom til Fort Garry, af því að mitt skotsilfur var þá með öllu til þurðar gengið. Og þar næst vil eg að tvö hundi’- uð dalir af mínu fé gangi til hinnar frómu kvinnu Madeleine Vanda, sem ein lítil þóknun fyrir þá systurlegu umönnun er hún auðsýndi mér á meðan eg dvaldi í gistihúsinu The Buffalo, þar sem hún var þá þjónustu-kvinna. En afganginn af mínum peningum (ásamt áföllnum vöxtum) gef eg syni þínum, eða þeim manni öðrum, er þú sendir hingað vestur til að leita að þessu fé. Og skal hann sjá um, að þessi mín ráð- stöfun nái fram að ganga í öllum atriðum. Hefi eg ítarlega um þetta áður talað í bréfum til þín, og þarf því hér engu við að bæta. Samt vil eg taka það fram einu sinni enn, að eg gjöri þessa ráðstöfun með fullu viti og frjálsum vilja, og án þess að hafa leitað nokkurs manns ráða þar um. Og er þetta minn síðasti vilji og testamentum. Um alla hluti fram vil eg biðja son þinn að hafa það hugfast, að hann verður að finna hina frómu kvinnu Made- leine Vanda, jafnskjótt og hann kemur til Fort Garry, og biðja hana að vísa sér á gistihúsið, sem eg dvaldi í. Mun hana reka minni til Bergs skipbrotsmanns, en undir því nafni gekk eg þar. Madeleine Vanda er nú á sínu tuttugasta og þriðja aldurs-ári ,og er heimili foreldra hennar réttar tvær mílur frá hervirkinu Fort Garry. Er faðir hennar hvítur (annað hvort frakkneskur eða svissneskur), en hennar móðir er af Cree-Indíána kyni. Er það mjög áríðandi, að sonur þinn láti þessa frómu yngismey vísa sér á gistihúsið, svo að hann verði ekki í neinum vafa um, hvar hann á að leita að fjársjóðnum. Annars er 'hætt við að leitin verði næsta tor- veld og tafsöm. Vona eg að Mjadeleine Vanda verði á lífi, þegar sonur þinn kemur vestur, ef þetta gjörist innan fárra ára. En aftur getur það fyrir komið, að gistihúsið verði' þá brunnið eða hætt að vera gististaður, eða að það heiti þá öðru nafni, og að eigandi þess verði þá allur annar. Og munt þú af þessu merkja, hversu áríðandi í mesta máta það er, að sonur þinn, eða sá maður annar, er þú kant að senda vestur, láti það verða sitt fyrsta verk, þá er hann kemur til Fort Garry, að leita uppi þessa oftnefndu Madeleine Vanda. Nú eru mínir kraftar að þrotum komnir, mín heitt- elskaða systir, og get eg ekki skrifað nema með sárustu þrautum. Eru mínir fingur svo dofnir, að eg get trauðla um pennann haldið, Hefi eg skrifað þetta með hvíldum í tvo daga, sitjandi uppi í rúminu við herðadýnu. Og finn eg að nú á eg stutt eftir.-------
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.