Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 61

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 61
SYRPA 59 eyjar að vekja hana, og leggja á stað, og reyna að komast heim til sín um kvöldið. En þegar þeir komu inn í herberg- ið, var bún öll í burtu.” “0g hafði hún þá komist út um gluggann?” spurði eg. “Nei; það hafði ekki verið rótað við glugganum.” “Ekki hefir hún farið út um dyrnar?” sagði O’Brian. “Ekki það heldur,” sagði Madeleine Vanda. “Hún hefir komist út um þakið,” sagði herra Island. “pú átt kollgátuna,” sagði Madeleine Vanda og brosti. “Sóley hafði farið út um þakið á húsinu — en þakið er flatt, eins og þið vitið.” “Einhver hefir komið henni til hjálpar?” sagði O’Brian. “Já, auðvitað,” sagði Mtadeleine Vanda. “pað var unn- usti hennar, hann Stóri-Úlfur, sem hjálpaöi henni. Hann hafði höggvið með öxi sinni stórt gat á þekjuna á húsinu, og þar hafði hann náð stúlkunni út, og þegar dagur rann, hafa þau verið komin langt út á sléttuna, þar sem Assiniboine- kapparnir hafa beðið þeirra. En bræðurnir reyndu aldrei framar til að ná systur sinni úr höndum Stóra-Úlfs.” “Var það ekki skrítið,” sagði eg, “að enginn í húsinu skyldi verða var við það, að verið var að höggva gat á þakið ?” “það var alt eðlilegt,” sagði Madeleine Vanda, “því aö hávaðinn í þeim Jesse og Robert var svo mikill, að undrum sætti, og enginn af heimilisfólkinu og gestunum hugsaði um neitt annað en áflogamennina.” “Og þeir hafa að líkindum verið liðsmenn Stóra-Úlfs,” sagði O’Brian. “Á því er ekki minsti vafi,” sagði herra Island. “Nú langar mig til að spyrja þig að nokkru, frú Lc Tur- neau,” sagði O’Brian, “og það er þetta: Manstu hvort að nokkurt eikitré stóð hér skamt fyrir norðvestan húsið, þegar þú áttir hér heima?” “Hvort eg man það?” sagði Madeleine Vanda, og það brá gleðibjarma yfir andlit hennar. “Já, vel man eg eftir eikinni þeirri. Ilún var svo laufprúð og svo fögur og svo slcuggsæ\ að unun var að sitja undir henni i forsælunni, þegar heitt var á sumrin. pað þaut undarlega í greinum hennar, þegar golan fór hér um nesið, og það skrjáfaði þar í laufinu, eins og það skrjáfar í fjöðrum þeim og skúfum og kögri, sem er á hátíða-búningi Indíána-kappanna, þá er þeir renna á skeið á sléttum velli. Eg sat þar oft ein á sumarkvöldum, og þá fanst mér á stundum, ef það þaut hægt í laufinu, að eikin vera orðin að ungum Indíána-kappa. Mér fanst hann beygja sig niður að mér. Mér heyrðist það skrjáfa í kögrinu á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.