Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 63

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 63
SYRPA 61 eins og hann hefði sokkið þar ofan í jörðina. Og þar sem þeir höfðu séð hann standa, gnæfði nú fögur og tiguleg eik, sem breiddi út laufprúðar greinar í allar áttir. — “Hann hefir hlaupið fram af bakkanum og í ána,” sagði Örn gremju- lega, “og hann kemur ekki upp að eilífu!” Og sneri hann heim aftur illur í skapi, og menn hans með honum. — En eikin stóð á bakkanum ein og afskekt, eins og góð og trú hollvættur, og allir, sem sáu hana, dáðust að fegurð hennar og tign. Og stundum, þegar menn fóru fram hjá í ljósa- skiftunum, þá sýndist þeim ungur og vöxtulegur og skraut- búinn Indíána-höfðingi standa undir eikinni og benda austur til árinnar. En þá er menn gegu nær, hvarf hinn ungi mað- ur með öllu. — Og svo liðu hundrað ár, þá voru hvítir menn komnir hingað á nesið. Einu sinni töpuðu þeir hesti, og þóttust þeir vera vissir um, að Indíáni nokkur hefði stolið honum. Tóku þeir hann höndum og báru á hann sökina, en ■hann meðgekk aldrei. Samt dæmdu þeir hann til dauða, og átti eikin laufprúða að vera gálgimvhans. Leiddu þeir aum- ingja manninn þangað í rökkrinu, bundu hendur hans á bak aftur, settu snöru um háls honum, og fleygðu öðrum enda hennar yfir eina greinina á trénu. En þegar þeir drógu hann upp frá jörðu, þá brotnaði greinin, hendur Indíánans urðu lausar, hann náði snörunni skyndilega fram af höfði sér, og hljóp eins og viltur hestur fram af bakkanum og út í ána. Og þetta gjörðist alt með svo skjótri svipan, að hinir hvítu menn vissu ekki fyr en Indíáninn var kominn langt út á ána. Hann komst yfir um heill á húfi, og sáu hinir hvítu menn hann aldrei framar. En daginn eftir kom það í ljós, að Indí- áninn hafði verið saklaus af þeim glæp, sem á hann var bor- inn, því hestinum hafði aldrei verið stolið, heldur hafði son- ur eigandans tekið hann í leyfisleysi og farið á honum suður til Pembina til að finna unnustu sína, sem átti þar heima. — Og þannig var það ávalt, að það var eins og eikin héldi vernd- ar-hendi yfir öllum, sem komu í námunda við hana, svo framt að þeir væri saklausir. Og eins var það um hvað eina, sem maður skildi þar eftir, eða faldi þar, svo framt að það væri frjálst, þá fanst það ávalt aftur, en tapaðist aldrei, hversu lengi sem það lá þar.” Nú litu þeir O’Brian og herra Island hvor til annars. “En veiztu það, frú Le Turneau, að þessi óviðjafnanlega eik er nú með öllu horfin héðan af bakkanum ?” sagði O’Brian. “Já, eg tók eftir því áðan, þegar eg steig út úr vagnin- um,” sagði Madeleine Vanda. “En eg man það glögt, að hún stóð hér með fullum blóma, þegar eg fluttist með foreldrum mínum burtu úr Rauðárdalnum, vorið 1870.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.