Syrpa - 01.01.1922, Side 65

Syrpa - 01.01.1922, Side 65
SYRPÁ é3 “Á hvérju sérÖu það?” spurði O’Brian óg var berðýni- lega alveg hissa. “Eg veit það á því,” svaraði Madeleine Vanda, “að hér er ekkert skarð í bakkann, og ekkert bjálkahús á bakkanum hinum megin árinnar og beint á móti. En eg man svo vel, að bjálkahús blasti við beint á móti, þegar eg sat austan undir eikinni. Og eg man, að það var rétt sextíu' og þrjú fet frá eikinni og að skarðinu, sem var í bakkann.” “Húsið getur verið löngu horfið, og sömuleiðis skarðið í bakkann,” sagði herra Island. “Auðvitað,” sagði Madeleine Vanda. “En samt get eg fullvisað ykkur um, að hér hefir orðið undarleg breyting á, síðan eg fór héðan vorið 1870.” “Hvað áttu við?” sagði herra Island. “Eg á við það,” sagði Madeleine Vanda og leit alt í kring um sig; “eg á bara við það, að húsið, sem áður var kallað: The Buffalo, hefir verið fært úr þeím stað, sem það stóð á, þegar eg var þar vinnukona.” “Hefir verið fært úr stað!” sagði O’Brian og augu hans urðu einkennilega hvöss. “Já, sannarlega,” sagði Madeleine Vanda. “Sjáið bara til! Beint austur af húsinu er skarðið í bakkann—skarðið, sem eg var að tala um. Og þarna á bakkanum hinum megin sér enn fyrir bjálkahúss-tóttinni. Við skulum athuga þetta betur. Og ef þið mælið út sextíu og þriggja feta vegalengd í beina línu í vestur frá skarðinu, þá get eg ekki annað skilið, en að þið komið á þann stað, þar sem eikin stóð.” peir O’Brian og herra Island litu enn þá einu sinni hvor til annars, og tindruðu augu O’Brians sem fægðir demantar. Við snerum nú öll við, og gengum að litlu skarði, eða viki, sem var í bakkann beint austur af norðaustur horninu á skakka-húsinu. petta skarð hafði eg séð oft og mörgum sinnum, en aldrei veitt því neina eftirtekt, og þó var gengið þar upp og ofan bakkann, þegar sótt var vatn í ána, og það var gjört á hverjum degi, árið um kring, og oft á dag. pá er við komum að skarðinu, tók O’Brian upp mælisnúr- una og kompásinn og mældi út sextíu og þrjú fet (21 yards) í þráðbeina línu í hávestur þaðan, sem grasrótin byrjaði fremst á árbakkanum. Vorum við þá komin vestur fyrir skakka-húsið, og höfðum rétt strokist fram hjá því. En vestur-endi þessarar sextíu og þriggja feta línu náði út á miðja gangstéttina suðaustan megin á Djsraeli-stræti. En þess ber að gæta, að gangstétt sú náði ekki lengra austur en að skakka-húsinu, því að það var í vegi og náði út á strætið, svo munaði tveimur fetum. Og þegar við gættum undir

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.