Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 69

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 69
SYRPA 67 verður ávalt, fegursti og elskulegasti kafli ársins í Rauðár- dalnum. Frænka mín bauð öllum þessum glöðu gestum upp á loft, og hélt okkur verulega veizlu, á íslenzka vísu: — gaf okkur súkkulaði og kaffi og pönnukökur og kleinur og alls konar góðgæti, sem hér yrði oflangt upp að telja. Og herra Island hélt yfir borðum langa og snjalla ræðu á ensku, og sagði meðal annars, að jörðin skilaði því æfinlega aftur, sem henni væri falið til geymslu. — ^Arnór og Edna þökkuðum öllum fyrir hjálp og vináttu. Og öllum kom saman um það, að enginn ætti meiri þakkir skilið af þeim, heldur en hinn látni farmaður og ágætismaður Hálfdan Arnórsson Berg. — Ekki var Madeleina Vanda heldur gleymt. Viðurkendu allir, að henni væri það að miklu leyti að þakka, að fjársjóðurinn fanst. Og má vel geta þess hér, 4að rétt fyrir jólin, 1886, voru henni sendir fimm hundruð dalir í staðinn fyrir tvö hundruð dali, sem Hálfdan hafði ánafnað henni, því að Edna bætti þremur hundruð dölum við af sínu fé. Var það O’Brian, sem afhenti Madeleine Vanda þessa peninga, og sagði henni þá, hvernig 1 öllu lá. Og um leið og O’Brian kvaddi okkur þetta minnis- stæða, dýrðlega hátíðiskvöld, þá bað hann mig að segja frænku minni — en ekki þó fyr en hann væri lagður á stað heim — að þar sem hann væri nú eigandi skakka hússins, þyrfti hún ekki að borga neina húsaleigu á meðan hún vildi nýta að búa þar uppi á loftinu. — Kom þarna í ljós, eins og oftar, hversu frábær mannkostamaður og höfðingi í lund O’Brian var. — Mintist frænka mín hans ávalt með innilegu þakklæti og vinarþeli. En eg og Arnór elskuðum hann og virtum.------------ VIII. Sögulok. pannig fanst að lokum fjársjóður sá, er fólginn var und- ir skakka-húsinu á Point Dauglas í Winnipeg. Og eru nú þrjátíu og fjögur ár liðin síðan. Og nú er fljótt yfir sögu að fara, því að eg hefi mjög litlu hér við að bæta. En mig langar samt til þess, að lokum, að minnast fám orðum á sumt það fólk, sem mest hefir komið við sögu þessa. Enda hugsa eg að lesarinn vilji fá að vita, hvað af því hefir orðið á endanum. Er þá fyrst að geta þess, að þau Arnór og Edna héklu suður aftur til Minneapolis tveimur dögum eftir það, að fjár- sjóðurinn fanst. Báðu þau O’Brian, eins og áður er sagt, að koma öllu þessu fé á banka í Winnipeg, og senda þeim svo víxil á banka í Minneapolis, eftir að búið væri að draga frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.