Syrpa - 01.01.1922, Page 72

Syrpa - 01.01.1922, Page 72
10 SYRPA að hún væri bjartari en sólin, og að svipur hennar væri eins og svipurinn á fullu tungli. Hann sór og sárt við lagði, að hann hefði oft séð gorkúlur stíga hringdans á hesthússhaug föður síns, og að hann hefði margsinnis heyrt froskinn syngja brúnklukkunni lofkvæði. Loksins vildi enginn kaupa bækur hans, af því að allir vissu, að hann var ekki stöðugur í sann- leikanum. Og enginn hafði minstu löngun til að lesa um konu, sem var bjartari en sólin. —Og hafðu það jafnan hug- fast, sonur minn, á meðan þú skrifar söguna, að eg vil ekki að þú gjörir mig að neinum hálfguði; heldur skaltu bara lýsa mér, eins og eg kem þér fyrir sjónir. 'Eg er, eins og þú veizt, óhefiaður, rammskakkur og bólugrafinn, katólskur íri. Og ef þig fýsir að geta um vörtuna, sem er á anditinu á mér, þá segðu ekki að hún sé á hökunni, þó að vísu hún kynni að fara þar ögn betur, heldur skaltu segja, að hún sé þar sem hún er—á nefinu. — Mundu það eitt: að segja satt, og ekkert nema satt. — Og verður þá saga þín, ef til vill, sett á sömu hillu og sagan af íranum Handy Andy.” pannig mælti O’Brian. Og hafði eg það einnig hug- fast á meðan eg var að skrifa söguna. Um Sólrúnu frænku mína er fátt að segja. Hún bjó í skakka-húsinu þangað til um haustið 1892. J?á fór hún til Önnu dótur sinnar og Kjartans. pau bjuggu vestur í borg- inni og komust snemma í góð efni, því að Kjartan var góður smiður og sí-vinnandi, reglumaður hinn mesti og lcunni allra m:mna bezt með peninga að fara. Árið 1904 fóru þau öll vestur að Kyrrahafi og eiga þar heima í einni stórborginni. par setti Kjartan upp smíða-stofu og hefir grætt á tá og fingri, og má óhætt telja hann með allra efnuðustu fslend- ingum í Ameríku. — Sólrún er nú 87 ára gömul, og kvað ver vel ern. Er mér sagt, að hún lesi vestur-íslenzku viku- blöðin gleraugnalaust og skrifi enn læsilega hönd. Tveir ungir menn og þrjár ungar konur kalla hana ömmu, og tveir drengir og fjórar stúikur kalla hana langömmu. Og hún er ávalt hress og kát. Og þegar hún sér einhvern fslending, sem nýkominn er frá Winnipeg, þá spyr hún, hvernig um- horfs sé nú, þar sem áður stóð gasmylnan gamla og skakka- húsið. Um annað í Winnipeg varðar hana lítið. Undir eins og O’Brian var búinn að kaupa skakka-húsið, lét hann gjöra við það. Og var það málað og plastrað, kjall- arinn lagaður og hlaðið innan >í hann, og herbergja-skipun á neðra gólfi breytt að miklum mun. J?ar var skömmu síðar sett upp matvöru-verzlun, og hét kaupmaðurinn O’Hara, ef eg man rétt. Tók O’Brian leigu eftir búðina, en ekki eftir

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.