Syrpa - 01.01.1922, Side 79

Syrpa - 01.01.1922, Side 79
SYRPA 77 ardómur fram eftir öldum. Áttaviti Kólumbusar var meö spjaldi og á þaö markaö Noröriö með liljurós, eins og nú tíðkast, og hinar áttirnar prentaöar í kring á spjaldiö, og nálin undir spjaldinu reri á uppstandara oddi. Af áttavitanum og reki við- arkubbsins fram hjá skipshliðinni hélt Kólumbus reikning á far- inni vegalengd. — Sjómenn athuga stefóu skipsins hverja stund með þessum áhöldum og ganginn og reikna svo út að enduöum degi alla leiöina, sem farið er, og þá nýju breidd og lengd, sem skipiö er þá komið á. Það fæst nú ekki áreiðanlega bvar maður sé, með þessu móti, jafnvel þó haföir væru til þess nýtíszkuloggar og hinir vönduðustu áttavitar; en Kólumbus haföi varla neitt annað betra aö lijargast við, því hann haföi ekki nema ófullkomin hæömælingar- áhöld til að taka hæð á sól eöa pólstjörnunni. Hæöir eru mældar á himinfestingunni í gráöum og mínútum. þvi það er hringmáliö. Kólumbus haföi kross-stiku til að taka hæðirnar. Þaö er hið frumlegasta áhald og meö því verkfæri gat hann elcki nema í bezta lagi gizkað lauslega á um breiddina. ■ Til þess að finna breidd staðar, þarf að vita sólbreiddina, sem öll sjómanna almanök hafa nú. Firth sólar frá senith eöa kolldepli sjónbaugsins og sólbreiddin til samans gera breidd staöar, og til að finna zenith-firð sólar, jiarf ekki nema aö taka sólhæðina. Zenith- firöin er þaö, sem hæöina þrýtur á 90 gráður. Kólumbus hafði meö sér all-góöar töflur yfir daglegar sól- breiddir. Því þær tóku að tíðkast siöan Henrikur prins sæfari. sem dó 1460, setti á stofn stöðvar til aö athuga gang himintunglanna og gefa út töflur um hann nauðsynlegar siglingum. Hann vissi og, aö pólstjörnu-hæðin þurfti leiðréttingar við. Því kunnugt var ]>aö sjómönnum fyrir hans tíma og eldri stjörnuspekingum, áö pól- stjarnan væri ekki á pólnum, heldur gengi hún í kring um hann. og maöur yrði að vita hve langt hún væri frá pólnum til að vita sjálf- an pólinn og þar með ibreidd staðar svo ekki skakkaði. Meö þessu er upp talinn allur útbúnaður og áhöld Kolumbus- ar, sem hann átti yfir aö ráöa, þegar hann lagði út á ókannaöan og ólandabréfaðan útsæinn voriö 1492. Einn óveðursdagur gat hrak- ið hann af leið hans svo hann vissi ekki hvar hann væri. Slíkt getur vitaskuld hent sjómenn eins nú á dögum, en þaö stendur ekki á löngu fyrir þeim að finna bæði breidd og lengd. B.reg'ði aö eins sól fyrir i skýjunum eða sjá: til bjartrar stjörnu að næturlagi, þá vita þeir óðara hvar ]>eir eru. Kólumbus vissi sjálfsagt aldrei breidd sína alla leiðina, og lengd vissi hann ekki hvað leið, frá því hann var 50 milur undan landi. Iiann vissi sjálfsagt, að lengdina var hægt að finna meö þvi að mæla hornfirö milli tungls og stjörnu, því Jæirrar aðferðar er getiö í ritum 16. aldar spekinga; en sjó- menn gátu ekki notaö sér hana á þeim tímum. Engar töflur voru þá til yfir afstöðu tungls og stjarna og heldur ekki nein alminni- leg verkfæri til aö taka þær mælingar, sem þurftu til þess. Þegar þaö kom upp úr dúrnum, að Kólumbus væri aftur kominn úr för sinni og heföi fundið y?stra hin frjósömustu lönd

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.