Syrpa - 01.01.1922, Síða 91

Syrpa - 01.01.1922, Síða 91
íslenzkar sagnir. Sigfús prestur Finnsson■ Hann var sonur Finns bónda á Skeggjastöðum á Jökuldal, Guðmundssonar bónda á Hallgilsstöðum, Stýrbjarnarsonar á Ket- ilsstöðum í Hlíð, Þorsteinssonar á Sleðbrjót, Magnússonar. Móðir Finns á Skeggjastöðum, var Hólmfríður Finnsdóttir, Böðvarssonar prests á Valþjófsstað, Sturlusonar. Móðir séra Sigfúsar, var Jarðþrúður Hallsdóttir, bónda í Njarðvík, Einarssonar. Séra Sigfús var prestur í Þingmúla í Skriðdal, 1809 til 1815, svo í Hofteigi frá 1815 til 1846. Kona hans hét Ingveldur, dóttir séra Jóns Hallgrímssonar í Þingmúla. Ýmsar sagnir eru urn Sigfús prest, sem ótvírætt benda á, að hann hafi verið góðmenni, en glensmikill í meira lagi, af manni í hans stöðu, og lét sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Drykkfeldur var hann talsvert, þó ekki sé getið um sérstök embættisafglöp hans, enda var ekki svo afar hart tekið á sliku á þeim árum, því ekki er annars getið, en hann væri vel liðinn af sóknarmönnum sínum. Þegar séia Sigfús var prestur í Hofteigi, var Stefán sonur Árna prófasts Þorsteinssonar á Kirkjubæ, prestur á Val'þjófsstað frá 1812 til 1857, og um hríð prófastur í Norður-Múlasýslu. Sagt er, að hann hafi verið all vínkær, en þá var mikil bindindis og hóf- semdar hreifing á Fljótsdalshéraði. Drukknar skálir í brúðkaup- um í blá-vatni og fram eftir þeim götunum; var þetta hvergi sótt með meira kappi en í Fljótsdal, og prófasturinn þar fremstur í flokki. Eins og nærri má geta, bárust séra Stefáni ýmsar sögur af þvi, að Sigfús prestur væri belzt um of vínkær, og vildi hann gjarna hnekkja því athæfi hans ef mögulegt væri. Fanst honunn snjallræði, ef hægt væri að koma honum á óvart, svo hann gæti síö- ur afsakað sig, þar eð “sjón væri sögu ríkari”. Hann gjörir því Jökuldælingum aðvart, að einn tiltekinn sunnudag ætli hann aö messa í Hofteigi, en svo var tilætlað, að séra Sigfús skyldi engann pata fá um ferð hans. En flest lágmæli komast i hámæli, þvi einhver af sveitamönn- um varð til að skjóta þessu að séra Sigfúsi. Laugardaginn, er von var á séra Stefáni, segir séra Sigfús við Ingveldi konu sina: “O-jæja gæzkan mín (það var orðtæki ‘hans), eg held þú ætt- ir að sjóða þessi hangnu bein, sem voru eftir í vor, eg trúi að bless- aður prófasturinn sé væntanlegur hingað i kvöld, og ætli að em- bætta hérna á morgun.” 1 Um kvöldið kemur séra Stefán, tekur prestur honum forkunn- ar vel, en lætur sem sig stórfurði á komu hans. Er hann leidd- ur til stofu, og ekki löngu seinna er þeim prestunum borinn matur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.