Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 92

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 92
90 SÝRPA Var þaö heitt hangikjöt og fleiri matartegundir. Rúm var i stof- unni, skylclu þeir sofa þar prestarnir, og þjónaöi prestskonan þeim til sængur. En áður en hún gekk burtu, hvíslaði séra Sigfús að henni, að hún skyldi læsa stofunni að utanverðu, og sagði um leið: “Eg hugsa að við höfum ekkert erindi út, hann séra Stefán minn og eg.” Þegar þeir voru háttaðir, langaði prófastinn, sem var dasað- ur eftir ferðalagið, til að sofna, en séra Sigfús hafði svoi margt að segja, að séra Stefáni var með öllu ómögulegt að sofna. En sem tíminn leið, fór prófasturinn að kvarta um þorsta, en séra Sig- fús sagði: “O-jæja, gæzkan min, eg er viss um að hún Ingveld- ur mín hefur látið hjá okkur eitthvað til að drekka.” Svo þreyf- ar hann á stofuborðið, en finnur ekkert, og 'hefur mörg orð um hvað þetta f.iafi óheppilega tiltekist, aö hún Ingveldur sín skyldi gieyma að setja drykkinn hjá þeim. En þá segir hann: “Svo er hitt til að reyna að bjarga sér sjálfur, og ná í eitthvað til að svala sér. ' Svo tekur hann i hurðina og þykist ætla að ljúka upp, en þá er hún harðlæst, og lætur hann sem sér komi það á óvart, en segir þór “Þetta gjörir vaninn, hún Ingveldur mín er ætíð vön að læsa, þegar eg er ekki nema einn.” Nú voru allar bjargir bann- aðar, þrengdi þorstinn þeim mun meira að séra Stefáni, sem leng- ra leið, og ekki var heldur til að hugsa, að hann gæti sofnað fyrir mærðinni úr séra Sigfúsi, kvartaði hann sárann, og sagði sér fynd- ist þessar kvalir óbærilegar, iþá segir séra Sigfús: “Að sönnu veit eg ráð, seini mér hefur á stundum orðið að góðu, í svona dauð- ans vandræðum, en eg þori varla að nefna það við yður.” Próf- astur spyr hvað það sé. “Það er að smakka á brennivini, þó ekki væri nema einu sinni.” “Ekki mun eg það tilvinna”, segir prófastur. En j)ó fór svo á endanum. að hann spyr séra Sigfús, hvort hann hafi brennivín, játaði hann því og kom með fulla flösku og segir við prófast: “Takið þér nú einn duglegan sopa, gæzkan mín, og látið hvorki koma við tönn né tungu.” Er þar fljótt yfir sögu að fara, að undir morgun, er flaskan orðin tóm, en prófastur sofnaður útaf blindfullur. Á sunnudaginn var bezta veður, og á vanalegum tima drífur fólk að hvaðanæfa. Spyrja sumir, einkum heldri menn sóknar- innar, séra Sigfús, hvort prófasturinn sé þar ekki. Prestur sagði: “Að vísu er hann hér, en það stendur ekki sem bezt á fvrir bonurn, hann er steinsofandi inn i stofurúmi, nýlega oltinn útaf blind-þreifandi fullur. Hann gáði ekki að því “sauðurinn”, að það er sitt livað, að halla sér út af i rúmið sitt á Valþjófsstað, ef eitt- hvað út af ber, eða vera i embættis erindum norður á Jökuldal.” Sem nærri má geta, brá mörgum i brún við þessa sögu, en á j)vi voru engar bætur fáanlegar. Gekk svo fólk í kirkju, eins og vant var. Embættaði séra Sigfús; fór alt vel fram og skipulega. Að loknu embætti kom séra Sigfús inn til prófasts, sem þá var ný- lega vaknaður, sárveikur á sál og líkama, og þóttist nú sjá alt eftir á. en lét ei á því bera. Prestur var hinn bezti og bliðasti, aumkaði hann prófast i hverju orði fyrir hvað hann hefði sofið fast, svo ó- mögulegt hefði veriö að vekja hann með nokkuru móti. Prófast-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.