Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 16

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 16
ltí Og annað er líka mjög kynlegfc. — Heflrðu nokkurn tíma kynnzt manni, sem hefur verið kristinn í 50 ár, en hafl svo iðrasfc þess á sóttarsænginni og óskað þess, að hann hefði verið vantrúarmaður? Pað er þó hægur vandi að flnni dæmi þess, að frí- hyggjumenn hafa iðrast og snúið sjer á banasæng- inni. Tver frægir menn vestan hafs misstu bræður sína. Annar þeirra var Ingersoll, atkvæðamesti fröm- uður vantrúarmanna og guðsafneitunarinnar, en hitt var hinn frægasti prjedikari, sem Vesturheimur hef- ir átt, D. L. Moody. Báðir hjeldu ræður við gröf bræðra sinna. Ræða Ingersolls var fjarskalega skipu- lega samin og mælskan undraverð, en mjer fannst samt, að hún væri raunalegasta rœðan, sem jeg liefði nokkurn tíma heyrt. Siðast i ræðunni sagði hann: „í fjarska sjáum vjer blikið af stjörnu vonarinnar". Ha,nn var ekki nógu hreinn og beinn til að segja, að það væri Betlehemsstjarnan. En er Moody stóð við gröf síns elskaða bróður, þá sagði hann um leið og hann leit niður í gröflna: „Dauði, hvar er broddur þinnl Helviti hvar er sigur þinn ? Þökk sje Guði, sem oss hefir sigurinn gefið fyrir Drottin vorn Jesúm Kristu. Vinir mínir, — það er syndin, sem varpar myrkri yflr gröflna, en biblían dreiflr því myrkri fyrir oss. Þó þú varpir burtu bibliunni, þá ertu ekki laus við myrkrið að heldur; nei, þú verður þá laus við hið eina,- sem varpað fær ijósi yfir gröfina.

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.