Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 47

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 47
47 hefir geflð mjer svo góðan og trúaban mann. Jeg veit að hann hefir l<agt allt líf sitt í Guðs hendur, og því get jeg örugg átt fiamtíð mina hjá honum. Yið höfum ekki eptir neinu að biða, svo að brúð- kaup okkar verður seint í næsta mánuði. Ef þú getur komizt hingað, þá vertu velkomin i brúðkaup- ið. Þar verður ekkert fjölmenni nje „gjafafólk". Hjúskapurinn er of alvarlegur til þess að jeg kæri mig um aðra en þá, sem jeg veit að geta beðið fyrir vinum sínum og orðið þeim samferða heim til Guðs, og unnusti minn er þar á sama máli. Við viljum umfram allt að Jesús sje i brúðkaupinu og á heimilinu okkar. Því miður iiggur Margrjet núna í rúminu; svo að jeg get ekki farið heim til að undirbúa mig, því að börnin hennar bæði þýðast engan eins vel og mig, og eins segist hún mundi sakna mín svo mik- ið. Hún er nú alveg búin að leggja allt sitt ráð í Drottins hönd, og friður og gleði skín úr föla and- iitinu hennar. Hún samgleðst mjer, en samt sagði hún: „Betur að jeg hefði beðið eins og þú!“ — Mundu eptir okkui' i bænum þínum. Þín einl. vinstúlka Marta. Reykjavík 24. ágúst 1912. Elsku vinstúlka! Margrjet er dáin! Dáin svona fljótt! Hún var svo ógæfus(öm og eignaðist, þó gæfuna. Nú er hún kom- in heim. Búin að sjá það, sem við þiáum, búin að niæta honum, sem dó fyrir hana, og leitaði að henni þangað til hann fann hana. Hún var aldrei rólegii en síðustu stundirnar. Hjartað var íullt af heimþrá, og hún var viss um fyrirgefningu syndanna. Á þriðjudagskvöjdið var fjekk hún allt í einu

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.