Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 9

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 9
9 vjer gefcum ekki samrýmt; en ef vjer vissum dálítið meira, þá væri oss það, ef til vill, hægur vandi". Mesti spekingur jarðarinnar er minni hjá hinum eilifa Guði, en heimskasta barn hjá lærðasta manni; og þó kvarta menn, yfir að þeir skilji ekki bibliuna. Nei, þeir skilja ekki allt enn. Það er rnargt, sem þú skilur ekki nú, sem þú skilur, ef til vill, þegar þú ert búinn að læra dálítið meira. Fjórða orsökin að vantrúnni er syndin. James Jones var vanur að segja: „Rifðu vantrú þína upp með rótum, og þá muntu finna syndina við rætur hennar!" Þetta er satt, og það veit hverog einn, að því er svona varið. Fyrst ofurselja menn sig syndinni, og að því búnu vantrúnni og fríhyggjunni. Og hvernig stendur á því? Það er af því að van- trúin gefur meiri frið i syndinni. Þuð er engin bók í veröldinvi, sem gjörir menn eins órólega í syndunum, eins og biblían. Það er orsökin til að menn hata bibiiuna. IJeir vilja láta allt annað uppi, koma með alls konar mótbárur; en ef þeir ættu að segja satt, þá myndu 9 af hverjum 10 segja þjer, að þeir hata biblíuna af þvi, að hún gjörir menn órólega i synd- inni. Ekkert er til, sem blindar menn eins og syndin. Húu getur gjört menn svo blinda, að þeir sjái ekki fegurð Guðs, fegurð Krists og fegurð bibl'mnnar. Eitt kvöld sagði einn af nemendunum: „Komdu hingað, Torrey, hjerna er maður, sem er vantrúaður!" Jeg spurði þennan mann: „Þjer viljið vænti jeg eKki segja mjer, hvað yður hafi gjört að van-

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.