Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 24

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 24
24 bráðlega að heimsækja okkur og samgleðjast. yfir hamingju minni. Þin innileg vinstúlka Margrjet Jónsdóttir Hólmi 1. marz 1907 Elsku vinstúlka mín! Jeg varð heldur en ekki hissa á frjettunum, sem þú sagðir mjer í síðasta brjefi þínu, og jeg get ekki sagt, að jeg yrði beinlínis glöð. Þú mátt ekki verða reið við mig, þótt jeg sje svona berorð, en jeg get ekki annað, og þú getur heldur ekki búizt við öðru af vinstúlku þinni, en að hún sje hreinskil- in við þig. Kæra systir í Drottni, jeg bið fyrir þjer meira en nokkru sinni fyr. Mjer finnst þú þurfa svo mjög náðar Drottins. Þú hefir ráðist í mikið og jeg er svo hrædd um, að þú komir engu til loið- ar, en hafii’ sjálf stórtjón af því. Jeg hefi opt sagt þjer mina skoðun á slikum trúlofunum, þar sem annað hjartað er gagntekið af Guði, en hitt af hje- góma eða synd. Það er undarlegt að nokkur skuli imynda sjer, að svo ólik hjörtu geti verið samlynd og runnið saman í einn vilja til iengdar. — Ætti jeg að bindast tryggðum við nokkurn mann, yrði hann fyrst og fremst að vera samhuga mjer í helg- asta máli hjarta míns, annars gæti jeg ekki notið neinnar varanlegrar gleði með honum, og hvað vænt sem mjer þætti um hann, skyldi jeg aldrei játást hopuin, nema jeg væri sannfærð um að

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.