Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 35

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 35
35 Þú mannst, að mjer leizt vel á vinstúlku konu þinnar, hana Maríu frá Hólmi. Hún talaði svo blátt áfram' um trú sina, og öll framkoma hennar sýndi svo greinilega, að hún átti annan frið og aðra gleði en við hin. Þrátt fyrir allar mínar efasemd- ir, gat mjer ekki dulizt, að hver væii sæli, sem gæti þannig hvilt í öruggri trú. fú kallaðir það reyndar sjervizku og trúarofsa, en það var nú af því, að þjer var illa við áhrif hennar á konu þína, og svo stefndi líf hennar miklu hærra en okkar. — Jeg gat ekki gleymt þvi, þótt jeg vildi. Hvað tekur við hinu megin við kirkjugarðinn? Verður nokk- uð vitað um lífsskilyrðin á landinu liinu megin? — Hvernig getur menntað og hugsandi fólk eignast það, sem það kallar trúarvissu? — Jeg einsetti mjer að kynna mjer slíkar spuiningar oins hlut- drægnislaust og jeg gæti, en satt að segja hafði jeg ekki fullan kjark til þess á meðan jeg var með- al kunningja okkar i Reykjavik. Jeg vissi að þeir mundu þegar gjöra gys að því, ef jeg færi að sækja kristilegar samkomur, og jeg var nógu mikill heig- ull til að taka tillit til þess. — Svo þegar jeg kom hingað í haust, einsetti jeg mjer að kynna mjer kristindóminn rækilega. Jeg hlustaði á læður trú- aðra presta, og las Guðs orð. Og áður en mig varði, sá jeg, að líf mitt hafði verið fullt af synd, og gleði min tómur hjegómi. — thi veizt það, vin- ur, að enginn hygginn kaupmaður lætur hjá líða að gæta að, hvoit tekjur hans sjeu ekki melíi en

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.