Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 48

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 48
48 áknfan blóðspýting. Og úr því var hún viss um að stundin væri komin. Hún bað mig fyrir börnin sín, og þegnr Grímur kom, bað hún hann um að heita sjer því fyrir augliti Drottins að taka þau að sjer, og gjörði hann það fúslega. Aumingjarnir litlu voru að ieika sjer áhyggjulaus í næsta herbergi, og bjuggust sízt við að mamma sín væri að fara al- farin á brott. Yið sögðum þeim að koma. inn og bjóða mömmu sinni góða nótt. Litli Ferdinant lagði höndina á höfuð mömmu sinnar og sagði: „Jeg skal biðja Guð að vera hjá þjer, svo að þú verðir frisk aptur, og svo skal jeg vera góður drengur, svo að hann vilji iofa mjer að koma i paradis". Margrjet, leit þá til himins og sagði í fullkomn- um róm: „Drottinn, Drottinn, þú, sem ert faðir föðurleysingjanna, veittu mjer bæn mina! Leiddu börnin min heim til þín!“ — Um leið kom blóðbog- inn upp úr henni, hún andvarpaði: „Jesús! Jesús!“ Börnin fóru að hágráta, en móðirin gat ekki huggað þau, hún var komin burt úr heimi táranna. Elsku vina mín, dauðinn er alvarlegur, og bágt eiga aumingjarnir, sem þá hafa enga vissu til að styðjast við. Jeg get grátið, þegar jeg hugsa um að hjer er allt í kringum mig fólk, sem er gagn- tekið af vonleysi, eða lætur huggast af tálvonum þegar það heyrir moldina. h'rýnja niður á kistur ást- vina sinna. Og færi sjálft út i eilífa myrkrið, ef dauðinn kæmi til þeirra að óvörum. — Og þó vill það ekki trúa. — — En dýrmætt er að vera við- búin og geta sagt bæði í gleði og sorg: „Jeg á þegar eilifa lifið". f’ín elskandi vinstúlka María.

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.