Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 27

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 27
27 þær, að jeg fer bráðum að gipta mig. — Mjer er sem jeg sjái framan í þig núna, og þó verðurðu ekki siður forviða er þú heyrir hver hún er. — Það er — hún Margrjet Jónsdóttir frá Stóru-Reykjum. Þú sást hana hjeina í fyrra vetur, þegar hún var á kvennaskóianum. Þú _manst líklega eptir því, að fólk sagði að hún hefði „snúið“ svo eða svo mörgum vinnukonum heima i sveit sinni og komið þeim í eitthvert kiistilegt fjelag, meira að segja held jeg hún hafi taiað eða „vitnað“ nokkrum sinnum ístúlkna- fjelaginu kristilega, sem hróflað var upp hjer um árið hjer i bænum og aldrei ætlar að geta dáið, þótt opt sje búiö að spá þvi dauða. — „En er þá Hermann lika gengjnn af göflunum og orðinn ofsa- trúannaður?" hugsar þú líklega. — Nei, ónei, — það verður liklega bið á þvi. — Þú hefir iíklega heyrt, að Jón gamli á Stóru-Reykjum á um 20 jarðir og Margrjet er einbirni. „Jú, jú“, hugsar þú „en hvernig ætli heimilislífið verði með ofsatrúar konu, sem fordæmir allar saklausar skemmtanir og ekki má flnna vínþef, en situr allt af með biblíuna ?“ — Það lagast allt kunningi með lægni og klókindum. Jeg bauð henni að fara í templarafjelagið, ef hún hætti að tala á kristilegu fundunum; reyndar sagði jeg, að mjer sjálfum væri það ekki á móti skapi, en margir aðrir hneyksluðust á því, af því að það væri svo likt „Hernum". Hún var fyrst á báðum áttum, en ljet þó tilleiðast. Annars er jeg auðsveipur við á ineðíi,n hún ey kærastan mín, jeg hefi jneira

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.