Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 25

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 25
25 hann elskaði Krist meira en mig. Heilög ritning segir: „Dragið ekki ok með vantrúuðum. Því hvert sainfjelag hefir rjettlætið við ranglætið, ijósið við myrkrið". Jeg get ekki betur sjeð en að jeg gengi í berhögg við þessa skipun, ef jeg giptist vantrúuðum manni. Og ef jeg freistaði Guðs, gæti i'eg ekki treyst fyrirheitum hans um bænheyrzlu. Jeg mundi heldur ekki treysta mjer til að snúa manninum mínum, væri miklu fremur hrædd um, að hann hefði áhrif á mig, því að Satan bíður hvers tækifæris til að leiða sálir afvega. — Þú veizt sjálf, hvað jeg gjörði, þegar jeg þurftí að velja, og mátt ekki búast við að skoðanir mínar sjeu breyttar. Jeg hefi opt leitað að þeim ritningarorðum, sem hljóða um sam- band milli trúaðra og vantrúaðra, og jeg hefi alstað- ar sjeð, að jafnvel þeir öruggustu og beztu hafa beðið tjón af því. Þegar Pjetur postuli Drottins slóst í hóp óguðlegra, hrasaði hann mjög, og þegar Jósafat gjörði verzlunarsamband við Akab, fórst skip þeirra. Jeg hlýt þvi að vera þeirrar skoðunar, að þú hefðir ekki átt að játast unnvista þinum, fyr en þú varst sannfærð um, að hann væri orðinn trúaður maður. Hver veit nema þú hefðir með þvi að hafna honum haft meiri áhrif á hann i rjetta átt. Kæra vina min, þjer finnst líklega að þetta brjef flytji þjer litiar heillaóskir, og ert nú ef til vill orðin reið við mig og finnst að jeg blandi e- fjjki í gleðibikar þinn, En það liefir vitanlega rignf. L

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.