Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 6

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 6
6 gjöra greinarmun á sönnum og fölsuðum kristin- dómi! Aldrei siæ jeg hendinni á móti mola af skíru gulli, þó að einhver hafi einhvern t.íma svikið upp á mig falsaðan pening; og aldrei kasta jeg burtu sönnum kristindómi, þó að mikið sje til af lát.alætis kristindómi. Menn ættu að gjöra greinarmun, en það er ekki gjört. Fæstir lesa bibliuna. Allt, sem þeir vita um hana, er það, sem lýsir sjer i lífi þeirra manna, som játa, að þeir fylgi kenningu hennar. Og þegar þeir nú hjá þessum mönnum verða margs varir, sem kemur i bága við það, sem þeir sjálfir segja, þá kemur það mörgum þeirra til að hafna kenningu Krists. Þeii', sem kynna kristindóminn svona illa, gjöra langt nm fleiri menn að vantrúarmönnum, en öll rit og ræður allra þeirra vantrúarmanna, sem nokkurn tima hafa uppi verið. Önnur orsökin til vantrúarinnar, er vanþekking manna á bibliunni. Guðsafneitendur vita venjulega ekki, hvað er hið sanna innihald biblíunnar. Þeir hafa heyrt nokkra ritningarstaði, sem vantrúarmenn hafa allt af á takteini; það getur varla heitið, að þeir viti, að nokkuð annað sje í biblíunni. Það var einu sinni síðdegis, er samkoma var úti, að Moody sagði við mig: „Komdu hingað, Torrey, hjerna er einn af þínu tagi". (Moody var vanur að kalla þá „af mínu tagi“, sem voru vantrúaðir og efasemdanienn.) „Jeg vildi gjarna, að þú talaðir við

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.