Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 30

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 30
30 þú farir varhluta af margri ánægjustund fyr óþarfa varfærni. Unnusti minn er vandaðasti maður og er smátt og smátt að hallast að lifandi trú. Hann for iðu- lega með mjer í kirkju og stundum á bænasam- komur; kunningjar hans hlæja að honum fyrir það, en hann umber það mín vegna. Þess vegna verð jeg að gjöra eitthvað fyrir hann- Hann fór í Good- templarafjeiagið fyrir mig; svo varð eitthvert ósam- komulag í stúkunni hans út af kostningum, og þá fór hann, en það má heita að hann hafl verið al- gjör bindindismaður síðan. Yið verðum að bjóða í brúðkaupið ýmsum vinum og venzlamönnum Hermanns, sem enga hug- mynd hafa um lifandi kristindóm. Þeirra vegna býst jeg við, að við verðum að hafa vin á borðum og dans á eptir. Jeg imynda mjer að þjer finnist að veraldar hátturinn en ekki Guðs andi sje með þessu settur í hásætið, og jeg get ekki borið á móti því, að jeg hefði heldur kosið að þurfa hvorki að sjá víndrykkju nje ijettúðugan dans í brúðkaupi mínu, en hvað skal segja? Petta verður svo að vera, og jeg vona að Jesús fyrirgefl mjer, ef honum skyldi mislíka þetta. Jeg held einnig að dálitil veraldargleði geti ekki skaðað hjarta, sem elskar Drottin. „Allt er hreinum hreint". Dálitlar frjettir verð jeg að segja þjer um leið. Hann Grímur Björnsson, vinur unnusta míns, sem

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.