Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 45

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 45
45 P. S. Rjett i þessu gengur Grímur kaup- maður frá Margrjetu, og er óvanalegur gleðisvipur á honum. Skyldi það geta verið að þau ætli að eig- ast? —— t’að er ótrúlegt, svona fljótt! Jeg hugsaði, að hann væri ekki svo óþolinmóður. Þín sama. Reykjavík 12. júlí 1912. Kæra vinstúlka! í síðasta brjefi minu skrifaði jeg einhverjar dylgjuy um Grím kaupmann og Margrjetu vinkonu okkar, en það er alveg ástæðulaust. Margrjet sagði mjer nýlega, hvað þau voru aðtala umi það skipti.—- Hún hafði spurt hann að, hvort honum væri nokk- uð illa við mig, úr því að hann forðaðist að tala við mig, og þá sagði hann henni, að Hermann heit- inn hefði fyrir nokkrum ávum sent sjer brjef frá mjer til Margrjetar, þar sem jeg taldi trúrækni hans tóma hræsni. Hann kvaðst imyndo sjer, að sú skoðun min væri óbreytt enn, og þá hlyti jeg að verða fegin að þurfa sem minnst saman víð sig að sælda, því að hræsnarar væru þeir auðviVðilegustú menn í augum ailra trúaðra manna. — Margrjet sagðist þá hafa sagt honum, að þessi skoðun min mundi alveg horfin, og mjer þætti jafnvel leiðinlegt, hvað fámálugur hann væii við mig. Og þá hafði gleðisvipurinn komið á hann. Jeg er i vafa um, hvað jeg á að gjöra. Jeg ætti iíklega að biðja hann fyrirgefningar, þar sem jeg hefl hiaft hann fyrir rangri sök og sært hann með því. En hvernig gat mjer komið i hug, að hann hefði sjeð brjof'mitt? Margrjet, er hálf-lasin núna, en aptur er von- leysið að smáhverfa og hún er farin að biðja með

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.