Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 40

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 40
40 tryggt hvert annað. Ætli að það geti nú ekki ver- ið að hana rámi í sannleikann; en það borgar sig ekki fyrir þig að eltast við hana. Jeg hjelt, að hjerna væru nógar stúlkur, sem fegnar vildu verða kaupmannsfrú, svo þú ert í engu hraki. Og hvað sem því líður, þá reyndu að reka brott þessar trúar- grillur; þjer er heldur ekki til neins að prjedika fyrir mjer, jeg er of forhertur til að hlusta á það. — Mundu eptir þvi, að ef þú flytur þennan trúar- ofsa með þjer hingað, verður þú að athlægi meðal stjettarbræðra okkar hjer. Þinn einl. Hermann Sveinsson, Reykjavík 6. maj 1912. Fröken María Magnúsdóttir Hólmi! Jeg flyt yður sorgarfregnir með þessu brjefl. Frú Margrjet Sveinsson, vinkona yðar, varð ekkja i gær. Maðurinn hennar var kominn í óbotnandi skuldir, og allar eigur þeirra beggja seldar eða marg- veðsettar. Siðustu árin var hann í sífelldum pen- ingavandræðum vegna eyðslusemi sinnar, og var hann þá opt svo skapstyggur við konu sína, að henni var naumast viðvært. Hann kenndi henni um, að hún hefði ekki áminnt sig rækilega meðan þau voru nýgipt, en sagði, að nú væri ofseint að snúa við. í gærmorgun mætti hann dreng suður á melum, sem hann bað fyiir brjef til konu sinnar,

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.