Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 11

Vekjarinn - 01.10.1904, Blaðsíða 11
11 þeir vildu okki hætta við hana og veita Kristi við- töku, eins og frelsara sínum. Þeir veittu Guðs anda mótstöðu, og urðu svo Guðs afneitendur. í fyrsta söfnuðinum, sem jeg veitti forstöðu, var málafærslumaður, sem gjörði allt, sem i hans valdi stóð, til þess að uppræta þar kristindóminn. Einu sinni vöknuðu margir hjá oss í einu. Þá gjörði hann boð eptir fyrirlestrarmanni, sem var vantrúaður, til að eyða áhiifum starfsemi vorrar. Jeg kynnti mjer þá undanfarandi líf hans og varð þess þá áskynja, að þessi maður hafði i þessum sama söfnuði sannfærzt um synd, og safnaðai bræð- ur hans höfðu reynt að leiða hann til Krists; en hann hafði þá svarað: »Nei, jeg get ekki verið kristinn maður i minni stöÖu". Hann vildi ekki veita Kristi viðtöku og varð svo vantrúarmaður af versta tagi; en guðleysi hans gjörði hann að ræfli, og hið síðasta, sem jeg heyrði sagt frá þessum manni, frægasta málfærslumanninum í öllu hjeraðinu á sínum tíma, var það, að hann sagaði eldivið fyrir menn til þess að hafa eitthvað ofan í sig. Andi Guðs er yfir oss, og ef vjer veitum hon- um mótstöðu, þá rötum vjer i myrkur, en „mein er þeim, sem % myrkur ratau. í einum af háskólum Vesturlanda vóru tveir ungir menn vaktir af syndasvefninum; en þegar á átti að herða, þá vildu þeir ekki að öilu gefa sig Guði á vald. í þess stað komust þeir svo langt atleiðis, að þeir ásettu sjer, að þeir skyldu á ákveð*

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.