Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 9
STAKSTEINAR
101
Lilju Rut, sem varð fyrst kvenna til að
.yla Guðmundi í barmi. Sá kunningsskap-
ur hafði endumýjast í bæði skiftin, sem
Jón kom heim úr verinu, og í síðara skift-
ið hafði hann tekið á sig svo ákveðna
mynd, að Jón taldi hann skilyrðislausan
inngang að öðru meira. Haustið, sem
■Guðmundur varð verst úti, kom Jón dag-
lega í gistihúsið, gerði sér til erindis að
fá sér eitt staup eða kaffibolla, og þá var
■ekkert til þess tekið, þótt hann hefði tal
af heimasætunni um leið, svona eins og
■af tilviljun; og þótt ýmsum öðrum piltum
yrði næsta tíðförult þangað í húsið, þá
var Jón sannfærður um, að hann væri sá
eini, sem ætti nokkur ítök í hylli heima-
sætunnar.
Svo bar það við skömmu eftir vetur-
mæturnar, að einn af kunningjum Jóns,
bókhaldari faktorsins, fékk sér drjúgum
neðan í því tvo daga í röð. Síðari daginn
lenti Jón í flangri með honum og varð
líka töluvert hreifur. Þetta var á laugar-
degi. Seint um kvöldið sátu þeir heima
hjá bókhaldaranum, voru að staupa sig
■og rabba um ýmislegt. Eins og gengur
-leiddist tal þeirra að heimasætunum þar
í Voginum, þar á meðal að Lilju Rut.
Talaði Jón um hana með allri virðingu og
‘taldi hana sannheiðvirða stúlku. Bókhald-
arinn var svo ógætinn að efast um það,
en af því að Jón var örgeðja, og hinn
nokkuð ruglaður í kollinum, hvesti í þeim
orð af orði, þar til er bókhaldarinn tók af
skarið, barði í borðið og sagði:
»Það hélt eg, Jón, að þú værir ekki sá
•einfeldningur og svo fáfróður, að þú viss-
ir ekki að hún hefur verið síðan í fyrra
-að daðra við barnakennarann þarna fram
frá, þenna spóafætta Möðruvelling, sem
alltaf er að flækjast þar á hverri helgi, —
°g það skal eg segja þér í trúnaði, að svo
nærri kom eg vitunum á henni í gær-
Lvöldi, að eg fann að hún hafði borðað
lauk nýlega«.
Þá funaði Jón upp og steytti hnefann.
»Þú lýgur þessu eins og þú ert langur
til! Eg skal sanna það að þetta er ósatt,
og á eftir skaltu fá að kenna á því!«
Svo stökk hann samstundis ofan í
gistihúsið.
Það fer meira en tvennum sögum um,
hvað gerðist í gistihúsinu þetta kvöld;
útgáfurnar urðu margar og ósamhljóða.
Sú sagan, sem sennilegust þótti, var á þá
leið, að Jón hefði ruðst rakleitt inn í
svefnherbergi Lilju Rutar og þá hafði
staðið svo óheppilega á, að barnakennar-
inn hafði verið þar staddur; kveðjur
hefðu orðið lítt vandaðar, allt lent í rifr-
ildi, Lilja Rut þotið grátandi og hljóðandi
niður til foreldra sinna og þau komið
bæði á vettvang. Eftir það er Sveinbjörg
kom til skjalanna, hefðu ónot og brigzl-
yrði keyrt svo úr hófi, að ekki væri eftir
hafandi, en að lokum hefði Þórarinn, með
aðstoð hinna, rekið Jón út og læst húsinu.
En hvað sem satt var í þessu, þá kom Jón
heim seint um kvöldið, alveg viti sínu
fjær af reiði og lét ekki sjá sig úti í
marga daga.
Jón svalaði sér á því að yrkja skamma-
kvæði um gistihúsfjölskylduna og barna-
kennarann. Kvæðið var, eins og búast
mátti við, fram úr öllu lagi hroðyrt; má
marka það nokkuð af fyrsta erindinu,
sem hljóðaði svo:
Hvar mundi finnast þýlyndari þjarkur
en Þórarinn, í byggöum þessa lands?
Og hvar í veröld sóðalegri svarkur
en Sveinbjörg Helga, konugribban hans?
Það yrði leit á léttúðugra trippi
en Lilju Kut, sem kyssir þrjá í senn.
Já, það er von að henni í kynið kippi,
því kallast má sú rótin ein og þrenn.
Svona var allt kvæðið, samanbarinn.
skammabálkur, sem almenningur gleypti
við og gerði sér mikinn mat úr. Kvæðið
barst auðvitað fljótlega upp í gistihúsið