Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 14
106 NÝJAR KVÖLDVÖKUR — eg þvæ æfinlega Jóhannesi bróður mínum, þegar hann kemur votur af hús- unum«. Og svo varð að vera sem Una vildi. Svo breiddi hún dúk á borðið og bar inn diskana. Hún lét Guðmund borða með hnífapörum og bar þetta svo snyrtilega fram, að honum þótti nóg um. Einu sinni sagði hann við hana: »Þú þarft ekki að hafa svona mikið við mig; þetta er allt of mikil fyrirhöfn fyrir þig«. »Heldurðu að mér detti í hug að láta þig borða öðruvísi?« svaraði 'hún, »—þig, kaupstaðarmanninn!« Og því varð ekki heldur þokað. Það var ekkert rusl, sem hann fékk að borða í Dældum; það var nú öðru nær: ket, nóg ket upp á hver-n dag, uppáhalds- réttur Guðmundar, — reykt, saltað, jafn- vel súrsað. Slíkt atlæti hafði honum aldrei hlotnast á sinni æfi! Aldrei hafði hann kynst neinni stúlku, sem var neitt lík Unu. Hún bætti úr öll- um þörfum hans óbeðið og aldrei heyrð- ist hún segja ljótt orð, hvorki viljandi né óviljandi. Ef eitthvað kom mjög flatt upp á hana, þá sagði hún: »Ja — eg er hissa,« en ef það gekk alveg fram af henni, skelti hún á lærið og sagði: »Ja — eg er nú svo sem aldeilis hissa«, eða öllu heldur: »Ja — ég er nú sossum aldeili — sissa!« Una hafði laglega söngrödd og þegar hún sat við rokkinn eða var að bæta plögg, var hún oft að syngja. Uppá,halds- lög hennar voru tvö: »Þú sæla heimsins svalalind«, og »Svíf þú nú sæta. —« Það leið ekki á löngu þar til er Guð- mundur var orðinn svo heimavanur í Dældum, að það var eins og hann hefði átt þar heima í mörg ár. Jafnvel gamli Strútur, roskinn og feitur heimahundur, fór að sitja um að sleikja hendur hans og trítlaði með honum á beitarhúsin á hverj- um morgni. — Aðfangadagurinn var kominn. Guð- mundur hafði byrgt féð í beitarhúsunum í fyrra lagi til þess að eiga sem lengsta jólahelgi og klæddi sig í beztu föt sín. Það var borðað vel um kvöldið og kveikt á kertum í hverju horni. Allt fólkið safn- aðist sáman í litla húsinu hjá Jóhannesi, til þess að hann færi einskis á mis, er gert var til hátíðabrigða. Randver gamli las lesturinn og allir sungu sálma, hver eftir sinni getu. Hver bauð öðrum góða nótt litlu síðar en vant var og svo var farið að hátta. Þegar Guðmundur var að hneppa frá sér vestinu, kom Una fram fyrir til hans, tók ofUrlítinn böggul undan svuntu sinm og rétti honum hann. »Viltu þiggja svona lítið af mér?« sagði hún lágt; »eg kunni ekki við að þú klædd- ir jólaköttimuc. Hann leit framan í hana og sá að hún var rjóð og feimnisleg á svipinn, aldrei þessu vant. Hann tók við bögglinum þegjandi og rakti hann sundur. Það voru svartir sokkar, þykkir og mjúkir, með hvítum bekkjum efst á bolnum og stöfun- um hans í, og svo voru eins litir vetlingar með. Guðmundur gat ekkert sagt, heldur stóð með sokkana og vetlingana og velti þeim á milli handa sér. Loksins leit hann aftur framan í Unu. Þá var hún enn þá rjóðari en áður og honum sýndust tár glitra í augum hennar. Heit þakklætis- tilfinning braust fram í brjósti hans. »Því ertu svona góð við mig, Una?« sagði hann. Hún svaraði engu, en gat ekki varist því að kippir komu í munnvikin. »Þakka þér fyrir«, sagði hann þá og var búinn að kyssa hana tvo langa kossa, áður en hann gáði að því. Hún skauzt eins og örskot aftur inn í húsið, en hann stóð eftir með vestið flakandi frá sér. Guðmundur var æfinlega fremur seinn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.