Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 26
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Einu sinni var eg það, en nú eru orðin þrjátíu ár síðan eg átti þar heima«. »Hvers son ertu?« »Daðason«. »Ertu Jón Daðason úr Beykishúsinu?« »Já, kannastu við mig?« »Já, eg held það. Eg er Guðmundur frá Nausti«. »Er það?« Þeir íýndu hvor framan i annan en það var svo dimmt, að þeir gátu ekki greint andlitsdrættina. Guðmundur sá þó svo mikið, að Jón var alskeggjaður. Nú fór að hvessa og kófið að þykkna. »Við megum hraða okkur«, sagði Guð- mundur og stóð upp. »Hann er að ganga í blindbyl. Láttu mig hafa töskuna og svo skal eg ráða ferðinni. Við verðum sjálf- sagt góðan klukkutíma heim, því að við höfum hann á móti. En svo skal eg sjá um að þér líði vel, þegar heim kemur«. Hann batt á bak sér tösku Jóns og svo héldu þeir leiðar sinnar á móti hríðinni, sem jókst jafnt og þétt með frosti og stormi. Þeir gengu áfram nokkra stund, en þá fór Jón að dragast aftur úr; hann hafði verið löðursveittur, er hann settist niður og votur var hann í fætur, en nú stirðnaði hann við kuldann og allt fraus á honum, sem vott var. — Þeir stöldruðu við í skjóli við klett. »Mér er stirt um ganginn«, sagði Jón, »það er eins og fæturnir vöðlist tilfinn- ingai’lausir fyrir mér, en það dugar ekki að setjast niður, því að þá er eg hræddur um að eg geti varla staðið upp aftur«. Þeir héldu enn áfram, þannig að Guð- mundur leiddi Jón. Veðrið harðnaði og þeytti kófinu framan í þá, svo að þeir urðu að þreifa sig áfram með höndum og fótum. En af því að Guðmundur þekkti þarna hverja þúfu og hvern skorning, var hann alveg viss að rata. Þeir komu í afdrep við dálítinn ás. »Hér erum við hálfnaðir heim«, mælti Guðmundur. »Eg er hræddur um að eg komist ekki. lengra«, sagði Jón; hann var alveg að þrotum kominn. Guðmundi leizt ekki á blikuna. Svo mundi hann allt í einu eftir því, að hóp- ur útigangshrossa hafði verið á þessum slóðum um morguninn; vissi hann að hrossin voru í illviðrum vön að standa í höm ofar við ásinn, þar sem meira var skjól. Hann brá sér þangað, rakst þar á hrossin, hnýtti snærisspotta upp í einir. klárinn og teymdi hann ofan eftir til Jóns. Honum tókst að koma Jóni á bak og teymdi svo undir honum alla leið ofan.. að Dældum. Var Jón orðinn svo kaldur- og sti'rður, þegar hann var tekinn af baki þar á hlaðinu, að Guðmundur varð að ganga undir herðar honum og styðja hann í hverju spori inn göngin. »Ja — hérna! Guð sé oss næsturk hrópaði Una; hún mætti.þeim innarlega í göngunum. En svo lét hún hendur standa fram úr ermum, hjálpaði til að tosa gestinum inn í baðstofuna, bjó í snatri upp rúmið í litla húsinu og afklæddi hann þar; hún neri hann og þurkaði um hendur og fætur og byrgði hann síðan niður. Svo hljóp hún fram aftur til þess að hita ofan í hann mjólk. Jón var ekki kalinn, en skinnkaldur var hann allur og svo magnlaus, að hann gat naumast talað. Hann hrestist von bráðar og hlýnaði, þegar hann fékk heit- an drykkinn, svo að hann fór að bylta sér í rúminu og eftir liðuga klukkustund var hann farinn að borða heita ketsúpu og feitan bringukoll, og tvo bolla af kaffi drakk hann á eítir. Allir heimamenn könnuðust við Jón Daðason; minning þessa fjöruga, örlynda og ófyrirleitna manns lifði enn, þótt nær þrír tygir ára væru liðnir frá því er hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.