Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 28
120 NÝJAR KVÖLDVÖKUR fór á fætur; nokkuð var hann stirður í liðamótum öllum, en ekki hafði kuldi né þreyta sakað hann að öðru leyti. Hann fór inn í húsið til þess að heilsa upp á Guðrúnu gömlu, sem reri þar á rúmi sínu og prjónaði smábandssokk. »Og þú lifir enn þá, gamla konan«. »Ójá«, svaraði hún og drap í skörðin; »eg stend nú á níræðu og er nú farin að heyra illa, en sjónin er furðanleg«. »Sízt datt mér í hug, að eg mundi sjá þig lifandi eftir öll þessi ár«. »Það var nú að búast við því, en síðan Guðmundur minn fór að búa, hef eg haft svo náðuga daga, að eg hef ekki þurft að drepa hendi í kalt vatn«. »Það er gleðilegt að sjá, hvað Guð- mundur er í góðum kringumstæðum. Hann átti það líka skilið; hann var allt af góður drengur og alveg ólíkur því, sem eg var«. »Það er nú eins og á það er litið, — en skelfing varstu pöróttur, þegar þú varst strákur«. »Eg var meira en pöróttur, eg var ó- tukt«. »Það er nú of mikið sagt, — það voru allt af svo góðar taugar í þér. Manstu, þegar þú saumaðir mig ofan í rúmfötin í Nausti ?« »Hvort eg man!« »Eg vissi svo sem, að það var engum til að dreifa, nema þér, — og svo þagði eg yfir því«. »Og eg skammaðist mín fyrir það og þorði engum að segja frá því«. »Eg hef nú oft hlegið að því síðan. Það var svo undarlegt með mig, hvað eg gat sofið fast, þegar eg fleygði mér út af á daginn«. »Já, eg kom inn til þín og þú svafst; eg talaði til þín hvað eftir annað, — eg átti að skila til þín einhverjum boðum frá mömmu, — en þú rumskaðir ekki, og svo gat eg ekki á mér setið, þegar eg sá bæði nál og þráð á borðinu«. »Ojæja, það gerði ekki mikið. En allt af var eg þér þakklát fyrir það, sem þú sagðir Guðmundi mínum til«. »Það var þó heldur bágborin kennsla«. »Hún sýnist þó hafa dugað honum nokkuð«. Þá var kallað á Jón til að borða morg- unmatinn. Þorleifur Guðmundsson var þá nýlega fermdur unglingur. Hann var líkur föður sínum í sjón, en allur fjörlegri og vel þroskaður eftir aldri. Hann hafði ástríkí fósturmóður sinnar í engu minna mæli en þótt hann hefði verið holdlegur sonur hennar, og aldrei var þess minnst, utan bæjar eða innan, að önnur væri móðir hans en Una. Þorleifur var skrafhreifinn og spurull og allan daginn var hann að spyrja Jón, ferðamanninn, sem víða hafði farið og margt séð, svo að Jón furðaði hvað margt það var, sem honum lék forvitni á. Það var ekki nóg að Þorleifur spurði um Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Edin- borg; hann vildi líka allt vita um bíla,. gufuskip og flugvélar. Kafaldshríð var þenna dag, svo að Guðmundur kom snemma heim af húsun- um og settist inn í litla hús-til Jóns. Tóku þeir tal saman. »Það er fróðleiksfús unglingur, hann Þorleifur sonur þinn«, sagði Jón; »það ætti að geta orðið nýtúr maður úr hon- um«. »Hann er dável gefinn, drengurinn, miklu betur en eg«, svaraði Guðmundur; »en það er ekki um mikla menntun að gera hér heima; við getum ekki kennt annað en að stauta og pára eitthvað á blað, og þessi barnakennsla nær nokkuð stutt, er eg hræddur um, þegar ekki er kennt nema nokkra mánuði«.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.