Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 30
122
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
svip allt líf mitt afhjúpað þeim hulum,
sem misskilningur og gleymska hefur
breitt yfir það. Hugsunarlaust og and-
varalaust hef eg öslað gegnum það og
þess vegna sé eg nú ekkert eftir mig
liggjacc.
Jón þagnaði snöggvast. Guðmundur
horfði á hann; hann vissi varla, hvað Jón
var að fara.
»Þó var mér ekki svo lítið veganesti
gefið til lífsleiðarinnar«, hélt Jón áfram,
»en eg hef farið illa að ráði mínu og látið
vaða á súðum. — Það er eitthvað annað,
þegar litið er á þinn feril, þín verk sjást
og þitt heimili ber þess vottinn, að þú
hefur kunnað að velja og hafna. Þú ert
öfundsverður maður«.
»Hvaða vitleysa«, greip Guðmundur
fram í, »eg hef aldrei þurft um neitt að
hugsa, — þetta hefur allt komið af sjálfu
sér«.
»Þér finnst það, en þú hefur ekki hras-
að í hverju spori eins og eg«.
»Ja, — um hvað var að hrasa? Það
hafa allir reynzt mér svo vel, allir, sem
eg hef kynnst«. .
»Ekki get eg tekið undir það með þér,
en sjálfsagt er það sjálfum mér að
kenna«.
Þá brá glettni fyrir í augum Jóns.
»En Lína frá Lambhaga reyndist þér
þó ekki vel«, bætti hann við.
»Ja — ójú, það gerði hún reyndar. Eg
væri ekki maðurinn hennar Unu minnar,
ef Lína hefði verið fastari í rásinni, —
og það veit hamingjan, að eg ann nóta-
bassanum þess nú að sitja með hana«.
Jón saup drjúgum á glasinu. Hann varð
aftur alvarlegur.
»Eg get ekki að því gert, að eg verð
klökkur, þegar eg fer að hugsa um líf
okkar mannanna, hvað örlög okkar eru
misjöfn og hvað við sjálfir erum van-
máttugir og hrösulir«.
»Já, en þú ert nú líka skáld, Jón«.
»Skáld! Það þarf ekki skáld til, vinur.
—- Nú erum við báðir komnir á þann ald-
ur, að við höfum þekkingu og vit til þess
að dæma um lífið. — Þegar eg lét klár-
inn lötra hérna utan hálsinn í dag, þá
datt mér margt í hug. Eg var að hugsa
um það, þegar eg var strákur í Voginum
og var að reyna að komast þurt yfir Búð-
arlækinn. Þá var engin brú og' engar still-
ur til að hlaupa á, heldur aðeins stakir
steinar, sem eg varð að stikla á. Sumir
þeirra voru stöðugir og gáfu góða fót-
festu, sumir lausir og létu undan fætin-
um, en sumir svo hálir, að fóturinn
skriplaði út af þeim. — Svo fór eg að
hugsa um fleira og fleira út af þessu og
loksins fannst mér líf okkar mannanna
vera eins og breið móða, víðast grunn, en
á stöku stað djúp. Á þeirri móðu er eng-
in brú eða bátur; við verðum að stikla
yfir hana á staksteinum, sem standa rétt
upp í yfirborðið, og steinarnir eru ýmist
stöðugir, óstöðugir eða hálir. Þarna stikl-
um við yfir, hver með sínu lagi, sumir
gætnir, aðrir ógætnir, sumir prúttnir,
aðrir óprúttnir, og allir skriplum við
meira og minna á steinunum og margir
hrasa og detta; afleiðingarnar fara eftir
því, hvað djúpt er á þeim stað........«
Jón þagnaði með hálfopinn munn og
starði votum augum á eitthvað langt út í
fjarska.
Guðmundur hafði hlustað á hvert orð
með eftirtekt. Ekki gat hann í skjótri
svípan fylgst með hverri hugsun, sem
við orðin var tengd, en hann kinkaði kolli
hvað eftir annað til samþykkis.
Alla tíð, frá því hann var bam, vissi
hann að Jón Daðason var svo miklu —•
miklu gáfaðri en hann sjálfur.------------
Endár.
21/n ’29-