Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 33
SÍMON DAL 125 komast eftir sannleikanum í þeim efnum. Eg segi fyrir mig, að eg er nú nákunnug- ur mörgum af helztu mönnum frönsku hirðarinnar. Þeir hafa frá mörgu að segja. En eg legg lítinn trúnað á flest, sem eg heyri«. Eg tók nú að hrósa honum fyrir vald það, er hann hafði á enskri tungu og gat þess til, að hann mund hafa dvalið tals- vert lengi í landinu. —• »Já, eg var rúmt ár í Lundúnum«, mælti hann, »og fór það- an ekki alls fyrir löngu«. »Þér talið ensku svo vel, að eg hlýt að skammast mín fyr- ir frönsku þá er eg kann«, sagði eg bros- -andi, »annars mundi eg í nafni gestrisn- innar að sjálfsögðu tala við yður á ybav eigin máli«. — »0, þér kunnið frönsku?« spurði hann. »Eg skal játa að mér veitist það léttara«. »Aðeins lítilsháttar«, svar- aði eg, »og eg hefi lært það á skotspónum af kaupmönnum, sem komu til frænda míns í Norwich, svo það er nú eitthvað annað en að það sé nein hirð-franska«. »0, eg er alveg viss um, að þér kunnið það vel — látið mig heyra!« hrópaði hann. Eg var í þann veginn að hlýða, en í sama bili kom upp háreysti mikil fyrir framan dyrnar, þar sem frönsk og ensk blótsyrði blönduðust saman í einn hræri- graut. Það var hávaðarifrildi. Maðurinn tók viðbragð, stökk á fætur og hljóp út. Eg hélt áfram að borða, og þóttist viss um að gestgjafinn hefði lent í rifrildi við frönsku þjónana, þegar hvorugir gátu gert sig skiljanlega fyrir öðrum. Borðfé- lagi minn kom bráðlega inn aftur og stað- fesl^ þennan grun minn. Kvað hann mis- sættið hafa sprottið út af vínflösku, en auðvelt hefði verið fyrir sig að miðla mál- um. En mitt í ræðu sinni varð honum lit- ið á leðurveskið, sem hann hafði skilið eftir á borðinu. Hann hrópaði ósjálfrátt UPP yfir sig um leið og hann greip það og skotraði tortryggnislegum rannsóknar- augum til mín. Eg varð frekar hissa en reiður, og bros mitt gerði hann fremur kindarlegan á svipinn, því það sýndi hon- um ótvírætt, að eg hafði tekið eftir fát- inu, sem á hann kom. Mér fanst það vera nægileg hefnd fyrir ókurteisi hans og hugsaði mér að breiða yfir alt saman og hjálpa honum út úr vandræðunum með því að taka samræðu okkar upp aftur þar sem hún hafði slitnað. Eg sagði því og brosti: »Satt að segja er nú franska mín ekkert annað en skóladrengja-franska — eg get beygt þessa sögn: J’aime, tu aimes, il aime — svo mikið kann eg — og ekkert meira«. »Það er raunar ekki mikið sagt í orðum, en getur verið talsvert meira í verki«, mælti hann og hló, — »en eg er sannfærður um, að þér gerið of lítið úr kunnáttu yðar og að þér kunnið miklu meira en þetta!« »Já, ofboð lítið meira af sömu tegund«, svaraði eg — »t. d. þetta: Je viens, tu viens, il vient«. Mér varð hverft við, því þegar eg slepti síðasta orðinu, hljóðaði hann upp yfir sig, spratt á fætur í ofboði, fálmaði í barm sinn og dró fram veskið. Hann skoðaði spennurnar og lásinn á því eins og í hálf- gerðu æði. Eg sat og starði á hann fullur undrunar. Maðurinn virtist vera orðinn brjálaður. Hann leit til mín örvæntingar- augum, opnaði munninn til þess að tala, en var svo mikið niðri fyrir, að hann kom engu orði upp. Svo hristi hann veskið framan í mig. Það leit alt saman fremur undarlega út, en eg gat ekki verið í vafa um, hvers hann vildi spyrja. »Eg hefi ekki snert við veskinu«, mælti eg, »eg segi yður það alveg eins og er. Aðeins fát yðar getur verið yður einskon- ar afsökun, ef þér haldið nokkuð slíkt«. »En hvernig... hvernig. . ?« hreytti hann út úr sér. »Eg skil yður ekki«, mælti eg og lá við að fara að hlægja — »eg segi í gamni: eg kem, þú kemur hann kemur, og þessi orð verka á yður eins og svörtustu galdrar. — Eg býst naumast við, að þér

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.