Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 37
SÍMON DAL 129 veg fult af ræningjum á öllum vegum«, sagði eg meðal annars, »en þið ílytjið kannske engin verðmæti með ykkur?« »Það, sem við höfum meðferðis, mundi nú ekki fita ræningjana«, svarar annar, »en húsbóndi okkar má gæta þess, sem honum er trúað fyrir«. »Nú hann er þá á ferð með einhvern dýrmætan fjársjóð?« »0, nei, ekki í peningum«, svaraði maður- inn, en félagi hans fór að hnippa í hann, eins og til að áminna hann um að gæta sín. »Fyllið glösin!« ’hrópaði eg, og þeir voru ekki seinir að hlýðnast þeirri fyrir- skipan. »Jæja, margur hefir nú orðið að bíta í grasið á þessum vegi héðan og til Lundúna«, sagði eg eins og annars húgar og handlék vínglasið — »en með ykkur til varnar ætti nú M. de. Fontelles að vera nokkurnveginn óhultur«. »Við höfum svarið að fylgja honum trúlega, leggja lífið í sölurnar fyrir hann, ef á þarf að halda, og ekki yfirgefa hann fyr en hann stígur inn í hús franska sendiherrans í Lundúnum«, mælti annar þeirra. »En þessir bannsettir ræningjar eru stundum þetta þrír og fjórir saman, svo vel gæti farið svo, að einhver ykkar félli«, sagði eg. »0, við erum ekki dýrir«, svaraði hinn og hló. »Frakkakonungur hefir mörgum okkar líkum á að skipa«. »En ef herra ykkar félli nú?« »Það er samt séð fyrir erindinu«. »Hvað? gætuð þið flutt boð- skap þann, sem honum er trúað fyrir? — Eg get mér til að það hljóti að vera skila- boð, úr því það eru ekki fjármunir«, mælti eg. Þeir litu hvor til annars og virtust vera í vafa; en eg var við hendina °g fljótur til að fylla glösin hjá þeim. »Við mundum halda ferðinni áfram, þó hans misti við«, sagði svo annar. »En hvaða gagn væri í því?« hrópaði eg og lézt verða hissa. »Jú, við höfum líka tekið við skilaboðum«. »Er það mögulegt? get- ié þið farið með skilaboð frá sjálfum konunginum?« »Enginn getur verið bet- ur fallinn til slíks en einmitt við«, svar- aði sá lægri af þeirn félögum, og það brá fyrir glettnisglampa í augum hans — »við skiljum þau ekki«. »Skiljið þið ekki boðin, sem þið eigið að bera? En þá hlýt- ur það að vera fjarska flókið«. »Nei, þvert á móti, ákaflega einfalt — orð, sem ekki virðast hafa neina þýðingu«. »Nei, það er ómögulegt? — En flöskurnar eru tómar. Við skulum fá okkur aðrar!« »Nei, ómögulega meira, monsieur«. »Jú, við skulum þó að minsta kosti skifta einni flösku á milli okkar«. Eg bað um fjórðu flöskuna, og þegar við vorum byrjaðir á henni spurði eg kæruleysislega: »Hvaða boð eigið þið svo að færa?« En hvorki vínið né kæruleysislátbragð mitt gat svift þá varkárni sinni: Þeir hlógu og hristu höfuðin. — »Nei, það megið þér ekki' spyi’ja um, okkur er bannað að segja það. »En úr því að enginn skilur það, getur ekki gert neitt til þótt þið segðuð það«. »Getur verið«, svaraði sá lægri, »en fyrir- skipun er fyrirskipun — og við erum her- menn«. Eg var nú búinn að hugsa upp ráð, hvernig eg ætti að komast fyrir þetta, og sá nú að eg yrði annaðhvort að hætta hér við svo búið eða reyna hvernig það gæf- ist. — »Nú, nú«, sagði eg, »það er aldrei, að þið eruð drjúgir og reynið að gera þetta að launungarmáli — en mér dettur ekki í hug að álasa ykkur fyrir það. En eg er nú samt sem áður búinn að ráða gátuna. Hlustið þið nú á: Ef eitthvað kæmi fyrir M. de Fontelles — sem eg vona, að Guð gefi að ekki verði —....« »Amen, amen!« tautuðu þeir hálfhlægj- andi. — »Þá eigið þið báðir, eða annar ykkar, ef örlögin skyldu haga því svo, að ríða sem mest að komist verður til Lund- úna, leita þar uppi sendiherra »hins allra kristnasta konungs« — eða er ekki svo?« »Alt þetta hafið þér nú getað ráðið af 17

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.