Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 39
SÍMON DAL 131 vinsemd og kui'teisi; og Darrell, sem kom til Dover í fylgd með Arlington lávarði, bætti það upp, sem nú vantaði á hjartan- legt viðmót, með þess meiri kurteisi. Ar- lington lávarður sjálfur kynti mig fyrir franska ráðherranum, M. Colbert de Croissy, með mjög lofsamlegum ummæl- um, og franski ráðherrann var svo elsku- legur í viðmóti gagnvart mér, að eg varð steinhissa og vissi varla út né inn. — Og að lokum heimtaði Monmouth hertogi, að eg fengi að búa innan veggja kastalans, þrátt fyrir að það var aðeins ætlað þeim konunglegu og tignustu hirðmönnum, en fylgdarliðinu var komið fyrir í gistingar- staði úti í bænum. Fyrsti hluti spádóms Betty gömlu hafði nú ræzt og var, eftir því sem eg vonaði, algerlega lokið. Eg hafði veðrað leyndar- mál — en hvað, það var mér hulið — eins og það var hulið fyrir mönnum, sem mér voru hærra settir. — Dagana áður en hertogaynjan af Orléans kom voru haldn- ar margar ráðstefnur. Monmouth hertogi var á flestum þeirra; en hann sagði mér ekkert meira, en það, sem öll hirðin þeg- ar vissi, að hún mundi koma með tilboð um nýtt bandalag við Frakka í fyrirhug- uðu stríði við Hollendinga. — Og aðrar ráðstefnur voru haldnar, þar sem hann fékk ekki að vera viðstaddur og heldur ekki Buckingham hertogi, aðeins kon- ungurinn, bróðir hans, franski ráðherr- ann, Clifford og Arlington. — Um það sem gerðist á þessum ráðstefnum vissi húsbóndi minn ekkert, en hann hafði mikla löngun til að vita eitthvað; og hann varð mjög órólegur þegar eg einn dag hafði haft augun með mér og gat frætt hann á, að konungurinn hefði talað eins- lega við Colbert de Croissy í tvær stundir samfleytt og sama dag hefðu hertoginn af York og fjármálaráðherrann gengið fi'am og aftur á virkisveggjunum langan tíma í alvarlegri samræðu. Honum fanst hann vera lítilsvirtur, og lét gremju sína í ljósi við Carford, án þess að taka tillit til, að eg var viðstaddur. Carford hnykl- aði brýrnar og leit til mín með augnaráði, sem gaf hertoganum til kynna, að óvar- legt væri að láta mig heyra slíkar ræður. En hann vildi ekki taka það til greina, og einhverju sinni varð honum að orði: »Það sem eg segi er alveg eins örugt hjá honum eins og hjá yður, lávarður minn — eða öruggara«. Eg varð hissa á að sjá að Carford varð móðgaður. »Hversvegna segið þér öruggara, sir,« mælti hann og roðnaði rnikið — »hafið þér ástæðu til að treysta heiðarleika nokkurs manns betur en mínum?« »Nei, maður«, svaraði her- toginn, »mér dettur ekki í hug að efast um heiðarleika yðar, en Símon á til þag- mælsku, sem ekki öllum er gefin«. Nú er eg þannig gerður, að mér dettur stundum í hug, þegar menn í hverju orði, sem sagt er, þykjast finna að eitthvað sé verið að sneiða að þeim, hvort þeir muni ekki hafa ástæðu til að vera hræddir við slíkar sneiðar; og það kom mér til að fara að veita annarskonar ráðstefnum, sem haldnar voru, athygli, einkum þar sem eg vissi að húsbónda mínum var ó- kunnugt um þær: Eg hafði hvað eftir annað rekist á Arlington og Carford í samræðum við Colbert de Croissy. Car- ford hafði þá beðið mig að nefna ekkert um það við hertogann, því að það væri ekkert annað en smávegis misskilningur gagnvart honum, sem hann væri að jafna. Eg hafði mínar eigin hugsanir, en lét ekki á neinu bera og þagði eins og hann bað mig um. En eg hafði gætur á honum; og bráðlega komst eg að því, hjá öðrum manni, að York hertogi, bróðir konungs, þættist eiga fullgóðan vin í sjálfu föru- neyti bróðursonar síns. — Eg hefði þeg- ar getað nefnt nafn þessa vinar, án þess að þurfa að óttast um að mér skjátlaðist. 17*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.