Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 45
SÍMON DAL
137
ast — hrópi hans var svarað frá bátnum.
Hver gat það verið, sem nú kom til kast-
alans? Bæði Barbara og eg störðum út
eftir skipinu, og vorum bæði jafn forvit-
in. Darrell kom hlaupandi fram hjá okk-
ur með heilan hóp af þjónum og hirð-
xnönnum. Á svip hans var auðséð, að hon-
um var mikið niðri fyrir. Barbara
gleymdi reiði sinni og stolti af eðlilegri
kvenlegri forvitni. »Hver getur þetta ver-
ið?« hrópaði hún og kom svo nálægt mér,
að ermin á yfirhöfn hennar straukst við
hönd mína. »Það er vafalaust herramað-
ur sá, sem hertogaynajn átti von á frá
Calais«, svaraði eg.
Það liðu margar mínútur. Að lokum
kom allur hópurinn til baka; þjónarnir
gengu á undan og báru farangur; síðast
kom Darrell og við hlið hans gekk lág-
vaxinn maður, tígulegur, frjálsmannleg-
ur og djarflegur í öllum hreyfingum.
Þegar þeir komu á móts við okkur, tók
Darrell ofan fyrir Barböru. ókunni mað-
urinn stóð kyr og virti hana vandlega
fyrir sér — og skotraði augunum um leið
fpryitnislega til mín. Eg hneigði mig, en
hún stóð grafkyr þangað til hinn ókunni
sagði við Darrell: »Viljið þér gera svo vel
að kynna mig!« »Þetta er«, mælti Darrell
°g rödd hans titraði lítið eitt eins og
taugaóstyrkur væri í honum — »þetta er
M. de Perrencourt, sem hefir þann heiður
uð þjóna hennar konunglegu náð, her-
togaynjunni af Orléans — og þessi kona,
sú', er mistress Barbara Quinton, hirð-
niey hjá hertogaynjunni af York«. Bar-
bara hneigði sig og M. de Perrencourt
beygði sig næstum til jarðar. Það var eins
og hann gæti ekki slitið augun frá andliti
hennar. Hann virti hana fyrir sér án þess
uð reyna til að dylja það, alveg eins og
hann teldi sig eiga fullan rétt til þess. Eg
var stórreiður, en mér var ómögulegt að
skifta mér neitt af neinu.
»Eg treysti því, madame, að við eigum
eftir að kynnast betur«, sagði hann að
síðustu og horfði fast í augu hennar um
leið og hann hneigði sig aftur og fór. Eg
sneri mér að henni, en hún horfði ákaf-
lega forvitnislega á eftir honum. — Hún
virtist hafa gleymt návist minni, og eg
kærði mig þá ekkert um að minna á hana,
heldur flýtti mér á eftir Darrell og þeim
félögum. Þeir voru horfnir fyrir bugðu á
veggnum. Eg hljóp eins og eg gat, því eg
brann af forvitni eftir að vita eitthvað
meira um þennan mann, sem leyfði sér að
koma fram eins og hann væri einhver
stórhöfðingi, þrátt fyrir, að hann einung-
is var aðalsmaður í hirðinni — alveg eins
og eg sjálfur. Eg hljóp fyrir næsta horn
og þóttist viss um að ná honum þar. En
þar hljóp eg í fangið á Darrell, sem stóð
og varði veginn.
»Hvert eruð þér að fara, Símon?« spurði
hann kuldalega. Eg stóð kyr og horfði á
hann. Hann mætti augnaráði mínu með
rólegu, köldu brosi. »Hvað er þetta?«
sagði eg — »eg er auðvitað á leið heim í
rúmið, Darrell, lofið þér mér að komast
framhjá«. »Æ, þér getið beðið svolítið«,
svaraði hann. »Nei, eg þarf að flýta mér«,
mælti eg óþolinmóðlega og tók í handlegg-
inn á honum. Hann stóð eins og jarðfast
bjarg. Eg tók þá á kröftunum og ætlaði
að hrinda honum til hliðar. En hann
hrópaði hátt og reiðulega: »Eftir skipan
konungsins, má enginn fara hér um!« Eg
hætti og varð steinhissa. En yfir höfuð
hans sá eg, svo sem tíu faðma á bak við
hann, tvo menn, sem föðmuðu hvor ann-
an mjög ástúðlega. — Enginn annar var
nálægur. Eftir augnablik sneru þeir baki
að okkur og leiddust burtu. Darrell tók
eftir hvert eg horfði og sneri sér við.
Andlit hans var fölt eins og honum yrði
mikið um. En hann sagði með rólegri og
fastri rödd: »Það var aðeins M. Colbert
að heilsa landa sínum, M. de Perren-
18