Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 46
138 NÝJAR KVÖLDVÖKUR court«. »Nú, já, auðvitað!« sagði eg og brosti framan í hann. — »En hvenær hef- ir M. Colbert fengið stjörnuna?« — í tunglsskininu hafði eg greinilega séð orð- una blika á brjósti mannsins. Það varð dálítil þögn áður en Darrell sagði: »Kon- ungurinn gaf honum sína eigin stjörnu í kveld -— til þess að heiðra systur sína«. Og sannarlega — næsta morgun birtist Colbert með stjörnuna á brjóstinu, og lét þakklæti sitt óspart í ljósi við konunginn. Mér datt í hug, að hann hefði átt að þakka hana öðrum — ótignari manní. Eg efast um, að eg nokkurntíma hefði séð stjörnuna á brjósti Colberts, ef eg hefði ekki séð hana áður á brjósti þess manns, sem faðmaði M. de Perrencourt að sér. — Friðrik J. Rafnar. Saga hins heilaga Frans frá Assisi. (Sniðin eftir bók Jóhannesar Jörgensens o. fl. ritump Á æskuárum sínum hafði hann lært ýmsar loddaralistir, og einn góðan veður- dag sást Frans á götum Assisiborgar í einbúabúningi sínum, syngjandi og lát- andi ýmsum skrípalátum eins og um- ferðaloddari. Þegar söngnum var iokið gekk hann milli manna og betlaði. »Sá sem gefur mér einn stein, fær ein laun á himni,« sagði hann. »Sá sem gefur mér tvo steina, fær tvenn laun, og sá sem gef- ur mér þrjá steina, fær þrenn laun á himni.« Margir hlóu, og þá hló Frans líka, en aðrir voru hrærðir, segir helgi- sögnin, »er þeir sáu svo miklar breyting- ar á manni, sem áður var veraldarbarn en nú fórnaði öllu fyrir kærleikann til Guðs.« Frans fékk talsvert af múrsteini, tók hann á bakið og bar til kirkjunnar. Að múrverkinu vann hann sjálfur. Smámsaman batnaði svo samkomulagið við prestinn og til þess að sýna Frans ein- hverja viðurkenningu fyrir fórnfýsina fór nú presturinn að koma til hans á (Framh.). kvöldin með einhvern matarbita, sem hann hélt að Frans þætti góður. í nokkra daga gekk það vel og Frans þáði matinn með þökkum. En svo fór hann að hugsa um að svo mætti ekki lengur ganga. Ef hann ætti að lifa eins og öreigi, þá ætti hann að ganga með skál sína fyrir hvers manns dyr og betla. Svo var það einn dag um miðdagsmat- arleitið, að Frans fór inn í Assisi með skál sína og gekk þar fyrir hvers manns dyr betlandi. Margir gáfu honum eitt- hvað, ketbita, brauðskorpur, súpuslatta eða kálblöð, og loks var skálin full. En ekki var lystugt að líta í hana. Honum lá við að kasta upp þegar hann tók fyrsta bitann. En hann yfirvann viðbjóðinn og borðaði loks með góðri lyst. Svo fór hann til prestsins og sagði honum, að frá þeim degi fæddi hann sig sjálfur. Ættingjarnir, að minsta kosti faðir Frans og bræður, höfðu nú algerlega snú- ið við honum baki. Faðir hans mátti ekki

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.