Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Side 3
ÁSGEIR UNGI.
Ur smásögusafninu Yæring'jar, eftir einn þeirra.
Norðaustanstorminn lægði . óðum, og
dró dró skjótt úr verstu sjóunum. Hafið
gekk þó enn í hvítum brotgörðum, eins
langt og augað eygðii Himininn var úf-
inn og kuldalegur. Sjóarnir voru nú ekki
eins krappir og áður. Aðdragandinn
varð æ lengri og bylgjufaldarnir lægri
og ávalari. Þorratunglið var rétt komið
að fyllingu, og degi var tekið að halla.
»Gnúpa-Bárður« hélt í aust-suðaustur
og stefndi í áttina til Hjaltlands. Hann
hafði orðið að slá undan í ofviörinu síð-
asta sólarhringinn. Nú hafði hann sjóinn
á bakborðskinnung. Veltan var geysimik-
il. Hvalbakurinn var öðruhvoru í kafi,
en hnykkti sér svo upp úr aftur eins og
hestur úr feni, svo sjóarnir klofnuðu um
stefnið og féllu eins og brimhvítt tröll-
fákafax á bæði borð. Allmikill straumur
féll þó í foss aftur af hvalbaknum og
niður á þilfarið. En samt var nú vel
slarkfært milli stjórnpalls og háseta-
klefanna, ef sætt var lagi. Síðasta sólar-
hringinn hafði þetta verið með öllu ó-
fært. »Gnúpa-Bárður« hafði þá verið
meira neðansjávar en ofan. Hann hafði
stungið sér í sjóana allt að framsiglu,
svo að skrúfan kom upp úr öðru hvoru
og þeyttist í lausu lofti með geysihraða,
svo hrikti í öllu skipinu. Urðu þá skip-
verjar að vera þar sem þeir voru komn-
ir, og um nokkura matargerð var eigi
að ræða annað en þurrmeti og kalt kaffi
eða te. —
Ásgeir ungi stakk höfðinu upp úr
lyftingar-opinu og leit til veðurs. Hann
var vel vaxinn piltur á að gizka átján
ára, dökkur á brún og brá: Hann var
N.-Kv. XXVII. ár. 10,—12. h.
laglegur piltur og upplitsdjarfur, augun
móbrún og fjörleg, og brá fyrir glettn-
issvip í þeim. Hann leit í kringum sig
og brosti. Það var auðséð, að hann dáð-
ist að sjónum og þoldi hann vel.
Ásgeir var í hvítri treyju, eins og mat-
sveina er siður, enda vann hann fyrir
farinu með því að ganga brytanum til
handa. Hann var þaulvanur þessháttar
störfum á gistihúsum heima og hafði
þar fengið gott orð á sig víðsvegar um
land fyrir dugnað sinn og lipurð og
snyrtimennsku í allskonar frammistöðu.
Nú var hann á leiðinni út í heiminn í
fyrsta sinn. Til Noregs, Englands eða
eitthvað út i buskann, eftir því sem for-
sjónin og herskip Breta kynnu að leyfa.
Ásgeir leit niður sttigann og kallaði
glaðlega: »Halló, mister Schultze! Nú
ættuð þér að koma upp og viðra yður!
Veðrið er að verða »olræt«, og sjóinn
lægir bráðum«.
Gamall maður stakk upp höfðinu við
hliðina á Ásgeiri. Hann var hvíthærður
og rakaður, en hafði vangaskegg. Meðal-
maður á hæð, en þrekinn. Augun voru
gáfnaleg og skýr. Þó var sem einkenni-
leg hula væri dregin yfir þau, og var
sem inn í myrkur að líta.
Þetta var samferðamaður Ásgeirs.
Gamall útlendingur, sem í allmörg ár
hafði haft aðsetur sitt í litlu þorpi á
Vestfjörðum. Hann var fáskiftinn mað-
ur og talinn einrænn, en dýra- og barna-
vinur mikill og góðgerðasamur við fá-
tæka. Enginn vissi ábyggilega hvers-
lenzkur hann var. Austurrískur, þýzkur
eða hollenzkur. Eftir að heimsstyrjöldin
19