Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 12
154 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Norðursjó frá Dieppe á Frakklandi. í Ermarsundi höfðu þeir fengið stórstorm af V.S.V., er haldizt hafði alla leið norð- ur um Hoofden. Sjór hafði verið úfinn mjög á þessu hættulega svæði, og kaf- bátarnir höfðu verið eins og úlfar í sauðahjörð. Fimm skipum var sökkt á skammri stund, og skipsflök og lík flutu um allan sjóinn. »Langfonn« hafði kom- izt undan með því að þverkróka upp- undir Tlie Doivns og smjúga síðan norð- ur meö Englandsströndum. Storminn lægði skjótt og gerði blíð- viðri norður með landi. Hægur suðaust- an andvari hafð sópað reykjarmökknum burt af Mið-Englandi, svo ströndin var hrein og skýr. Togarflotinn þaut eins og hundeltur fénaður út og inn um Humber- ósinn. Krítarklettarnir í Flamborough Heud blikuðu undursamlega í sólskininu, svo þessi fagri höfði reis eins og sólbjart æfintýri úr bláu hafinu. Snemma um morguninn höfðu þeir haft landkenning af Peter Head, og nú nálgaðist »Lang- fonn« Hjaltland. Var svo áformað að setja þaðan yfir þveran Norðursjó til Stafangurs. Það voru aðeins liðugir 300 km. Auk þess voru bryndrekarnir brezku og tundurspillar tíðir gestir á þessum slóðum, svo að hér var talsvert öruggara heldur en sunnar. Norðvestan úr hafi kom allstórt eim- skip undir dönskum fána. Það hlaut að koma frá íslandi eða Færeyjum. Ásgeiri unga varð hlýtt um hjarta. — Er skip- in nálguðust, var »Langfonn« í þann veg- inn að beygja til austurs. Danska skip- ið var að fara fram hjá skammt fyrir aftan. Ásgeir ungi hrökk allt í einu við. Loft- bólurák þaut eins og hvítur ormur yfir spegilflöt hafsins og stefndi skáhallt í veg fyrir danska skipið. Ásgeir lét aug- un hvarfla aftur eftir rákinni. Skáhallt framundan á bakborða var kafbátsskjár ofansjávar, og örlaði á turninum. Skip- verjar danska skipsins virtust ekki verða neins varir fyrr en á síðustu stundu. Þá var rekið upp hátt, margraddað hljóð, og skipið þverbeygði á stjórnborða. En í sama vetfangi hitti tundurskeytið á miðja framlestina. Danska skipið hallast sterkt á bak- borða og sígur skjótt að framan. Bátun- um er hleypt niður í flýti, og fólkið þyrpist í þá. Það virðast aðeins vera fáeinir farþegar. Þrír bátar eru settir á flot. Allt gengur vel. Sléttur sjórinn og blíðan gera allt svo fyrirhafnarlítið og auðvelt. Og skipið virðist staldra við, á meðan fólkið er að bjarga sér. Bátarnir ýta frá skipinu á stjómborða og stefna til lands. Það er tiltölulega stutt og veðr- ið inndælt. Það er eins og skipverjar bú- ist ekki við neinni hjálp frá »Langfonn«, enda er kafbáturinn á milli skipanna og óvíst, hver leikslok muni verða. Danska skipið stendur nú skáhallt upp á endann og sekkur fljótt. Um leið og það sekkur, verður sprenging all mikil. Hlerar og timburbrak þeytist hátt í loft upp. Svo sogast allt niður í hringiðuna cins og í sjóðandi hver, og sjórinn lykur yfir. — En upp úr kafinu strókar sig mjallhvítur, íslenzkur hestur. Hann lyft- ir sér hátt að framan og frísar, trylltur og ringlaður. Faxið hrynur um háls hans. og brjóst og flýtur út yfir sólblátt hafið. Hesturinn er alveg æðisgenginn. Hann hefur sig upp að framan hvað eftir ann- að, eins og hann spyrni afturfótunum í botn öræva-ánna heima á Fróni. Niður hvítann hálsinn hægra megin rennur gildur blóðstraumur. Hesturinn syndir nokkra hringi í of- boðstryllingi. Svo spekist hann smám saman og verður rólegur. — Allt í einu áttar hann sig! Þversnýr og tekur stefnu í norðvestiur og syndir beint inn i sóh'ák- ina, sem liggur um þvert hafið.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.