Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 15
Hall Caine. MONA (Niðurlag). Vorið er þegar komið, og gegnum opn- ar dyrnar sér hún páskaliljurnar blómg- ast í litla garðinum framan við húsið. Þetta minnir hana á það, sem hún gerði á greftrunardegi föður síns, og hún tín- ir nokkur blóm með þeim ásetningi að leggja þau á gröf hans. Hún mætir engum á veginum milli gaddavírsgirðinganna, né framan við tæmda varðklefana við hliðið. öll andlit- in eru nú horfin af þessum slóðum. Hún kemst að kirkjugarðshliðinu, án þess að hitta nokkurn mann á þjóðveginum. Hún sér gröf föður síns. Á henni hef- ur verið reistur steinn með áletruninni: »Robert Craine frá Knockaloe«. Beggja megin við hana sjást skáhallar marmara- plötur á gröfum Þjóðverjanna, sem dóu á undanförnum fjórum gæzluvarðhalds- árum. Hlið við hlið liggja þeir hér, og allt óvinahatur föður hennar er slokknað í friði dauðans. Aðeins fám skrefum þaðan, á litlum grasgrónum byng, sem enginn steinn er lagður yfir, stendur litli glerhjálmurinn með gerviblóijiunum, sem hún hefir sjálf lagt á leiði Lúðvíks, veslings drengsins, sem alltaf hóstaði. Glerið er brotið. Frostið og snjórinn eiga sjálfsagt sök á því, og blómin eru eyðilögð. Veslings pabbi! Hver veit, nema mold hans bland- ist innan skammrar stundar mold unga Þjóðverjans í skauti jarðarinnar, móður vorrar, sem þeir eru báðir komnir af. ó, guð, — skelfing er stríðið ljótt, hræði- legt og átakanlega þýðingarlaust! Þegar Mona gengur út úr kirkjugarð- inum, heyrir hún hljóminn af meitli steinsmiðsins og sér síðan steinsmiðinn sjálfan bak við pokastrigahlíf, sem ver hann gegn kælunni, sem blæs utan af sjónum- Hann vinnur við stóra forn- grýtishellu, sem hann hefir þegar höggv- ið mörg mannanöfn á. Hún stendur grafkyrr eitt augnablik, og ávarpar hann síðan. Og hann segir henni, til hvers hellan sé ætluð. Hún á að vera grundvöllur undir krossi þehn, er reisa skal yfir þá menn héraðsins, sem létu líf sitt í ófriðnum. Merkið á að reisa utan við kirkjugarðshliðið í Peel. Af- hjúpunin á að fara fram annan páska- dag, það er að segja, að tveim dögum liðnum. Athöfnin er ákveðin klukkan níu um morguninn, því að þess er vænzt, að ungir menn frá Peel og Patrick, sem lifað hafa stríðið af, muni koma heim á þeirri stundu með eimskipinu, sem fer frá Liverpool á páskadagskvöld. Biskup eyjarinnar á að afhjúpa minnismerkið, allir prestarnir, yfirvöldin og oddvitar beggja hreppanna verða viðstaddir. Sömuleiðis allir karlmennirnir, mæður þeirra, konur og börn. »Þetta verður mikilfengleg og hátíð- leg athöfn. En ætlið þér að vera með?« Mona heldur niðri í sér andanum sem snöggvast og segir síðan: »Nei«- Það verður augnabliks þögn. Þá fer hún að líta yfir nöfnin. Allar hliðar hell- unnar eru þaktar þeim, og steinsmiður- inn er að höggva það síðasta. Hún reyn- ir að finna nafn bróður síns. En henni tekst það ekki. Að lokum spyr hún hik- andi: »En hvar er nafn Robbies?«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.