Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 26

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Page 26
Friedrich Friedrich: ÚTI Á HAFI. Árni Hólm þýddi. (Framh.). Svo var það einn yndislegan morgun, að skip nokkurt, sem kom frá Ameríku var að sigla inn á höfnina og fólkiö streymdi niður að hafnarbryggjunni til þess að bíða þar til farþegar kæmu í land. Tom var þar meðal annara. Gufu- skipið kom og lagðist. Allir, sem gátu, þyrptust fram á bryggjuna, nema Tom, hann kærði sig ekki um, að standa fram- arlega, því að hann átti ekki von á nein- um, hann hafði aðeins gaman af að horfa á hið fagra skip. Allt í einu lagði einhver höndina á öxl honum og sagði: »Tom, Tom!« Tom sneri sér snögglega við, en hrökk saman og starði á þann, sem stóð frammi fyrir honum. »Vilhelm! Vilhelm! Þú lifir!« hrópaði hann. »Já, Tom«, svaraði hinn, sem var enginn ann- ar en Vilhelm. Þá gat hinn gamli, sem annars var ekki mikið fyrir blíðuatlot, ekki stillt sig lengur, heldur faðmaði Vil- helm innilega. Nokkrir höfðu af forvitni numið stað- ar að horfa á þá, en Tom gamli, sem var utan við sig af fögnuði, tók Vilhelm við hönd sér, ýtti hinum ómjúkt frá, og sagði: »Komdu, komdu, drengur minn«. Ef ég héldi ekki í hönd þína og fyndi að þú hefur hold og bein, þá myndi ég halda að þú værir afturgenginn«. Hann dró Vilhelm burtu með sér og inn 'í veitinga- hús þar skammt frá, setti hann þar nið- ur á stól, og horfði á hann blíðlega, eins og faðir á son sinn, sem hann hefur aft- ur fundið. »Segðu mér nú, Vilhelm, hvaðan þú kemur, því við höfum haldið, að fiskarnir væru búnir að éta þig upp«. »Það lá líka nærri, Tom, en fyrir til- viljun komst ég lífs af eða réttara sagt, forsjónin hefur frelsað mig, og ekki vilj- að, að ég endaði líf mitt í sjónum«. »Bíddu við«, greip Tom fram í. Segðu mér fyrst, hver fleygði þér útbyrðis. ó- nei annars, ég skal segja þér það, skip- stjórinn gerði það«. »Já, og ég ætla að krefja hann reikningsskapar fyrir það«. Sá fantur«, sagði Tom, »ég vissi það að hann var sá seki, en ekki Lessen. Hanrn gat ekki svarað fyrir sig, því að skip- stjórinn skaut hann með tveimur kúlum«. »Lessen lá á þilfarinu og svaf«, greip Vilhelm fram í. »Ég veit það, ég veit það, hann gat ekki borið af sér glæpinn, veslingurinn. En drekktu nú«. Hann tók annað glasið, sem veitingamaðurinn hafði borið þeim, fullt með grogg, klingdi við Vilhelm og tæmdi það í ein- um teyg. »Segðu nú sögu þína, Vilhelm«. »Ég sat um nóttina á borðstokknum og hélt mér í taug með vinstri hendinni; þá var allt í einu slegið mikið högg á hand- legginn. Ég leit við og sá þá framan í skipstjóra, þrútinn af hatri, en um leið fékk ég afarmikið högg á hnakkann, svo ég féll útbyrðis. f sjónum missti ég sem snöggvast meðvitundina, en raknaði skjótt við, og reyndi að halda mér uppi á sundi. Ég hefði ekki getað það til lengdar, en þá rakst ég á eitthvað hart, ég greip í það og hélt því föstu. Það var bjálki, sem ég vissi ekki hvaðan kom, en nú gat ég þó að minnsta kosti haldið

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.