Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Qupperneq 29
ÚTI Á HAFI
171
þessa gleð henriar skyggði sorgarfregn-
in imi ástand föður hennar, en það fann
hún samt, að nú var byrjað nýtt líf fyr-
ir henni.
Tom var ekki farinn burt úr húsinu.
Hann beið óþolinmóður þar til hann sá
Vilhelm aftur. »Vilhelm«, sagði hann við
hinn unga vin sinn, »ég hygg, að hér
hafi hinn rétláti guð uppkveðið sinn
hegningardóm; að lítilli stundu liðinni
verður það hljóðbært um allan bæinn,
að þú sért kominn heim, ætlarðu þá að
gefa Kast tíma til að forða sér undan
hegningunni ?« Vilhelm þagði, hann virt-
ist vera á báðum áttum. »Mér finnst
að Lessen ætti það skilið af þér, að hann
væri ekki lengur grunaður um hin sví-
virðilega glæp«, hélt Tom áfram. »Ég
þékkti hann betur en þú, og ég er alveg
viss um, að hann hefði ekki hikað við,
að stofna lífi sínu í hættu þín vegna, því
að hann var bezti drengur«. »Komdu,
komdu!« sagði Vilhelm. Þeir skunduðu
til lögreglustjórans. I fám orðum ákærði
Vilhelm skipstjóra Kast fyrir morðtil-
raun, og sú skipun var gefin út, að taka
hann fastan. »Komdu með«, bað Tom,
mig langar ti'í að sjá framan í manninn,
þegar þú svona óvænt gengur fyrir bann.
Hann hefir alla sina æfi verið harður og
óvorkunnlátur við aðra, nú þykir mér
gaman af að vita, hvort hann getur ekki
titrað«.
Þeir slógust í för með þeim lögreglu-
þjónum, sem áttu að taka Kast fastan.
Skipstjóri hafði keypt sér fallegt hús,
sem va mjög vel sett í bænum. Fyi’ir
framan það var stór og vel hirtur garð-
Sá maður var öfundsverður, sem
hér gat lifað í næði hin síðustu ár ævi
sinnar. Lögregluþjónarnir, Vilhelm og
Tom gengu inn í garðinn. Kast sat við
opin glugga. Þegar hann heyrði að menn
"nálguðust, leit hann upp, sat fáein
sugnablik hreyfingarlaus, starði á Vil-
helm og fölnaði upp. Hann strauk hend-
inni um ennið, eins og hann vildi sann-
færa sig um, að hann dreymdi ekki, síð-
an spratt hann upp og hvarf frá glugg-
anum. »Vilhelm, hann hefir þekkt þig,
og ætlar að flýjacc Lögregluþjónarnir
fóru að flýta sér heim að húsinu, en áð-
ur en þeir voru komnir alveg að því,
reið af skot inni í húsinu. óttaslegnir
þustu þeir Vilhelm og Tom með lögreglu-
þjónunum inn í húsið; í herbergi Kasts
fundu þeir hann liggjandi dauðan á gólf-
inu; hann hafði skotið sig rétt í hjartað
og þannig gert enda á lífi sínu, sem hann
hafðifyrirgertmeðglæpsínum. »Vilhelm«,
sagði Tom, »hér getur þú séð, að hann
hefir með þessu játað á sig glæpinn.
Hann hefir ekki verið hikandi, og ég
hygg, að þetta hafi verið hið hyggileg-
asta, sem hann hefir nokkru sinni gert
á ævinni«. Þessi atburður hafði fengið
svo mikið á Vilhelm, að hann gat ekki
svarað. Tom tók í hönd honum og leiddi
hann burt. »Komdu, hér höfum við ekk-
ert meira að gera«, sagði hann. »Hann
hefur dæmt sig sjálfur og það er þér
nóg. Og ég held líka, að svo hafi verið
bezt sem fór. Ef frændi þinn lifir af, þá
er það gott, að munnur skipstjóra sé lok-
aður fyrir fullt og allt, því hann er þó
faðir stúlkunnar þinnar. Reyndar veit
ég, að menn muni slúðra ýmislegt urn
þetta, en þeir þora ekki að segja opin-
berlega það, sem þeir ekki geta sannað«.
Vilhelm þrýsti hönd vinar síns, hann
hafði einmitt hitt það rétta.
Elten gamli lifði af slagið, en hann
var algerlega máttlaus og mállaus.
Hræðslan skein út úr honum, og bar
vott um, að hið innra ástand hans væri
ekki gott. Vilhelm kenndi í brjósti um
hann og skýrði honum frá því, að skip-
stjóri hefði skotið sig, áður en hann yrði
tekinn fastur. Við þessa fregn varð hon-
22*