Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Síða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Síða 40
182 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Pálínu litlu til að láta hana bjóða okkur góða nótt og lesa bænirnar sínar hjá mömmu sinni. Þegar hún kom að fallegu orðunum: »í hvíluna mína nú litlu ég leggst«, fékk hún ofurlítinn hóstakjölt. Konan mín hneig aftur á bak í stólnum eins og hún hefði fengið aðsvif, spratt svo skyndilega upp í dauðans skelfingu og skipaði að flytja rúmið telpunnar úr barnaherberginu og inn í herbergi okkar þegar í stað. Hún þaut í ofboði fram og aftur, til að stjórna flutning-num og skip- aði mér auðvitað að hjálpa til, svo að þetta gengi einhverntíma. Flutningurinn gekk fljótt og vel. Þar næst lét hún gera flet í klæðaherbergi sínu, við hliðina á okkar herbergi, handa vinnukonunni, svo að hún væri við höndna um nóttina. Þegar þar var komið, datt konu minni snögglega í hug, að við værum oflangt frá hinu barninu, ef þíið nú fengi í sig eitthvert veikindakastið um nóttina, og það var nærri liðið yfir hana við tilhugs- unina eina saman. Við fluttum því rúm- ið aftur í skyndi á sinn stað í barnaher- berginu, en bjuggum um okkur í dálítilli kytru við hlið þess, svo að við værum til taks ef á lægi. Ekki vorum .við fyrr búin að koma þessu öllu fyrir en kona mín segir: »En ef hún Pálína skyldi nú smita drenginn!« Það kom reglulegt æði á hana við þessa tilhugsun. Enda þótt við flýttum okkur eins og unnt var, þótti henni sem ekkert yrði ágengt með að drífa rúmið út úr barnaherberginu aftur. Til þess að flýta fyrir, þreif hún svo óþyrmilega í það, að nærri lá að það gengi af göflunum. Við sentumst nú með það niður í stofu. Þegar þangað kom, kom það upp úr kaf- inu að stúlkan gat hvergi legið í stof- unni, en án hennar sagði konan mín að við mættum með engu móti vera, því að reynsla hennar og þekking væri óviðjafn- anleg. Þá var ekki um annað að ræða en flytja allan okkar farangur upp í svefnherbergi okkar hjónanna, enda var svo gert í skyndi eftir skipun konu minn- ar, urðum við jafn sárfegin að komast þangað eins og veðurbarinn smáfugl að finna hreiðrið sitt. En Adam var ekki lengi í Paradís, konan fór inn til drengs- ins, til að vita hvernig honum liði, og. þar með var friðurinn úti. »Hvernig getur staðið á því, að barn- ið sefur svona fast?« »En góða mín, hann sefur æfinlega eins og steinn«. »Það veit ég vel. En það er samt eitt- hvað undarlegt við þetta. Hann andar eitthvað svo... eitthvað svo... reglulega. Æ, þetta er ógurlegt«. »En hann andar æfinlega svona reglu- lega«. »Ég veit það maður, en það er samt eitthvað hræðilegt við það. Fóstra hans er ung og óreynd. María má til að vera; hjá henni, svo að hægt sé að grípa til hennar í skyndi, ef eitthvað kemur fyr- ir«. »Það er þá bezt, en hver á þá að hjálpa. þér?« »Það getur þú gert. Reyndar verð ég æfinlega að annast um allt sjálf, ef eitt- hvað ber út af«. »Ég kynni nú held ég ekki vel við það að sofa og vita þig bjástra eina að öllu saman«. Þetta fór allt eins og konan mín vildi vera láta. María gamla fór inn í barna- herbergið, til að vera þar til aðstoðar. Pálína hóstaði ofurlítið í svefni. »Hversvegna kemur nú ekki læknirinn, Marteinn? Það er of heitt hérna inni, langtum of heitt. Lokaðu hitaleiðslunni fljótt, og flýttu þér nú!« Ég lokaði hitaleiðslunni, en leit um leið á hitamælinn og hugsaði með sjálfum mér að 15 stig væri engin fjarska hiti í herbergi fyrir dauðsjúkt barn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.