Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Qupperneq 41
B ARN AVEIKIN
183
Loksins kom ökumaðurinn okkar frá
3ækninum með þau skilaboð, að hann
lægi sjúkur. Konan mín leit á mig með
augnaráði deyjandi manns, og sagði með
•veikum málróm:
»Þetta er hönd forsjónarinnar. Þetta
er fyrirfram ákvarðað. Hann er ekki
vanur að vera veikur. Aldrei! Við höfum
■ekki breytt eins og okkur bar, Marteinn.
Það hefi ég líka alltaf sagt þér. Þarna
sérðu afleiðingarnar. En barnið kemst
aldrei til heilsu framar. Þú mátt þakka
þínum sæla, Marteinn, ef þú ert þess full-
viss að vera án saka, en ég get aldrei
fyrirgefið mér mína sekt, aldrei fyrirgef-
ið sjálfri mér«.
Ég svaraði, án þess að ætla að særa
hana, að mér fyndist ekki breytni okkar
•hafa verið neitt sérlega vond.
»Marteinn! Ætlar þú að kalla heiftai--
eld af himnum ofan, liegningu hins al-
máttuga niður yfir saklaust barnið okk-
ar«. Hún fór að hágráta. Eftir augna-
blik sagði hún: »Læknirinn hlýtur að
hafa sent meðul«.
»Náttúrlega sendi hann meðul«, sagði
ég, »ég hef ekki komizt að því að segja
frá því fyrr. Þau eru hér«.
»Fáðu mér þó meðulin, maður. Veiztu
ekki að nú er hvert augnablikið dýrmætt.
En til hvers er hann að láta níeðul, þegar
hann veit að barnið er ólæknandi«.
»Ég hélt að meðan líf væri, þá væri og
nokkur von«.
»Von, Marteinn! Þú veizt ekki frekar
en hvítvoðungui' hvað þú ert að fara
nieð. Það vildi ég að þú... Eins og ég er
lifandi stendur hérna: »hvern klukku-
tíma«. Eins og maður ætti ráð á heilii
mannsæfi, til að bjarga blessuðu barn-
hiu. Eina teskeið á klukkutíma fresti. Á
klukkutíma fresti, eins og nógur sé tím-
nnn. Marteinn, gefðu blessuðum aumingj-
-anum eina matskeið, og vertu nú fljótur
niaður«.
»En góða. Ein matskeið getur kann-
ske...«
»Gerðu mig nú ekki alveg vitlausa. Æ,
flýttu þér nú. Svona þá, yndislífið mitt,
þetta eru vond meðul, ákaflega beisk, en
þau eru góð handa litlu Pálínu, sæt og
góð handa elsku Ijósinu mínu, svo að
því batni. Svona nú hinmaríkisunginn
minn, leggja sig nú upp við mömmu sína,
upp við brjóst mömmunnar sinnar og
sofna aftur. ó, Marteinn! Hún lifir ekki
til fyrramáls, það er ég viss um Mar-
teinn, hún verður að fá fulla matskeið á
hálftíma fresti, og hún verður líka að fá
Aconitum og Belladonna, það er áreiðan-
legt. Sæktu það Marteinn. Nei, vertu
kyrr, ég verð að fara. Þú hefir ekkert
vit á þessu.
Svo háttuðum við og létum barnsrúmið
vera við rúmstokk konunnar minnar. Ég
var orðinn þreyttur og í þann vegínn að
sofna, þegar hún kallaði til mín:
»Marteinn minn! Er hitaleiðarinn op-
inn?«
»Nei«.
»Það grunaði mig. Blessaður opnaðu
fljótt, það er orðið dauðkalt hérna inni«.
Ég opnaði og lagði mig svo útaf aftur,
en um næði var ekki að tala.
»Getur þú ekki haft barnsrúmið þín
megin, Marteinn? Þú ert nær hitanum«.
Ég ýtti rúminu yfir um til mín, en flækt-
ist í hvílutjöldunum, svo að barnið vakn-
aði. Konan mín fór að svæfa það aftur,
og á meðan blundaði ég ögn. Rétt á eftir
heyrði ég í gegnum svefninn, að sagt
var eins og í f jarska:
»Marteinn! Ég þyrfti að fá gæsafeiti.
Viltu ekki hringja í Maríu?«
Hálfsofandi ráfaði ég fram fyrir og
steig ofan á köttinn, svo að hann skrækti
hástöfum, ætlaði ég því að reka fótinn
dálítið fast í hann og biðja hann um að
gera svo vel að þegja, en rak mig þá á
stól í myrkrinu og meiddi mig.