Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 7
N. Kv. VITASTÍGURINN 99 Þér viljið ríða á vaðið og byrja á yðar eigin börnum.“ Hann kinkaði kolli til samþykkis, og honum varð hugsað til drengjanna sinna, Franz fósefs, Óskars, Alfons og Roosevelts, sem í barnslegri gleði yfir nýju fötunum sínum mundi tæplega verða liugsað til sel- anna. Hún reifaði nú málið frá sínu sjónarmiði og skýrði frá, hvernig hún hefði liugsað sér það skipulagt. „Vinnufólk okkar t. d. verður einnig að fá áhuga fyrir þessu máli.“ „Ég hefi ekkert vinnufólk, frú mín,“ sagði Adam og brosti. „Jæja, þá hjá skyldmennum okkar og vinum. Það er voðalegt að sjá, hvað sumir eru kæringarlausir um þjáningar þessara náunga okkar. Hérna um daginn sá ég stofuþernuna okkar, sem annars er góð stúlka, ekki svo mikið sem lyfta fingri, þeg- ar ein af inndælu, stóru pekingöndunum okkar hafði fótbrotnað. Aumingja skepnan drógst áfrarn á leggstúfunum, ó, það var hræðilegt að Iiorfa upp á það! Ég tók hana auðvitað og batt um beinbrotið. Ég veit ekki, hvort henni muni batna, en ég Itef þó að minnsta kosti gert mitt til að draga úr þjáningum hennar." Adam gat varla varist brosi. Hann liugs- aði með sér, að bezt hefði verið fyrir önd- ina, hefði verið höggvið af henni höfuðið undir eins. Hann gat ekki áttað sig á þess- ari konu. Þessi smávaxna, fíngerða kona með hljómfögru röddina hlaut þó að hafa gott hjartalag, að því er virtist. Honum virt- ist hún nrjög hvikul og óróleg. Hún tutlaði í sífellu í ofurlítinn knipplinga-klút-bleðil, og hún var alltaf að skipta um sæti. Adam ásetti sér að athuga liana nokkru uánara og spurði hana því, hvort ekki væru einnig margar manneskjur, sem liði illa og þurfa kynnu verndar við. Hún horfði lengi á hann athugulum rannsóknaraugum. Og hún tók einnig að velta fyrir sér, livers kon- ar maður hann í rauninni myndi vera, þessi góðlegi og lítilmótlegi maður, sem sat hérna gegnt henni .Var þessi óvænta spurn- ing hans ef til vill njósnar-fluga? „Manneskjurnar geta talað, þær geta tjáð tilfinningar sínar og þjáningar, en veslings dýrin verða að bera þjáningar sínar í þögn,“ svaraði hún, eilítið hikandi. „O, það eru víst margar manneskjur, sem bera þjáningar sínar í þögn og kyrrþey, frú mín góð, og þeim líður ef til vill verst. Það er heldur ekki aðeins líkamlegar þjáning- ar, sem þyngja mest. Til eru þeir menn, senr eru friðarvana, og þeir liala þess mesta þörf, að við komum þeim til hjálpar.“ „Friðarvana, friðarvana?" tautaði liún í hl jóði. „Já, friðarvana, frú mín. Þér afsakið von- andi, að ég er svona opinskár við yður. Okkur líður svo vel úti í Straumey og bú- um þar í friði, svo að mér svíður í hjarta, þegar mér verður hugsað til allra þeirra, sem hrekjast urn fyrir malstraumi lífsins." Hún lyfti höfði og horfði forviða á hann. Hún hafði aldrei áður heyrt ummæli af þessu tagi. Það lá við, að þessi rólegi og broshýri maður læsi í huga hennar. Hún tók að verða óróleg og hikandi og fannst jafnvel, að hún rnyndi hafa hætt sér full langt undan landi í Ijúfmannlegu lítillætí gagnvart þessum vitaverðiutanúrStraumey. „Ber þá aldrei á sundurlyndi, misskiln- ingi og öfund á yðar heimili í Straumey?" spurði hún allt í einu og sneri sér að hon- um. „Aldrei, frú mín.“ „En þið hjónin? Það hlýtur þó einstöku sinnum að brydda á ofurlitlunr misskiln- ingi, kulda, þó ekki sé annað, ykkar á milli, einkanlega þegar kringumstæðurnar eru of- urlítið, — jæja, lrvað á ég nú að nefna það-------?“ „Mitt á milliaðverafátæklegarogáhyggju- samar,“ sagði hann xáðstöðulaust og hló hjartanlega. 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.