Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 32
DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. 118 fjórtán dagar eru liðnir verðum við orðin ríkari en ríkustu auðmenn í heimi.“ Banderas og Gomez höfðu hlustað með athygli á það, sem sagt var, en undrun þeirra náði fyrst hámarki, þegar þeir heyrðu Henry segja frá komu sinni í Gim- steinadalinn. Þóttust þeir sjá á öllu, að þeir, sem töluðust við væru engir aðrir en Henry og systir hans Celía í karlmannsfötum. Banderas laut að Gomez og hvíslaði: „Þessi náungi verður að deyja.“ „Hann verður að deyja!“ endurtók Gomez. „Og hvað sástu í Gimsteinadalnum, bróðir minn?“ heyrðu þeir Celíu spyrja. „Ég sá að dalbotninn var víða rauður af gullblöndnunr kísilsteini, sem glóði í sól- skininu." „Hvernig fannstu dalinn?“ spurði Celía. „Það er ekki auðvelt að segja í fáum orð- um. Eins og þú mannst var ég í burtu í fjórtán daga. Eftir tilvísun indíánanna leit- aði ég dalsins þar til ég fann hann. Þeir höfðu að vísu sagt mér, að þótt ég fyndi hann, þá mundi mér aldrei auðnast að líta hann augum nema frá tindum hinna snævi- þöktu fjalla, sem gnæfa kringum hann á alla vegu. Þeir höfðu rétt fyrir sér, því þeg- ar ég kom fram á hamrabrúnina yfir daln- um, varð mér ljóst, að niður í dalinn kæm- ist enginn nema fuglinn fljúgandi. En óstjórnleg löngun eftir hinurn mikla fjár- sjóði greip mig og rak mig áfram. Og áfram hélt ég leit minni nætur og daga, þangað til ég fann opna leið inn í þetta dularfulla fylgsni gulls og gimsteina. Undir einhverju yfirskini verðum við helzt í dag að leggja af stað þangað. Og þegar við höfum klifjað af gulli múldýrin tvö, sem ég fer með, þá förum við til Veracrus og þaðan sjóleiðis til New York.“ „Bara að við værum komin þangað,“ hvíslaði Celía. „Hvers vegna, góða systir?“ „Af því minningin um Gousalvo ásækir mig, bæði í vöku og svefni. Hvenær eigum við að leggja af stað?“ „Svo fljótt, sem við getum. Við flytjum það sem okkur er nauðsynlegt að hafa með- ferðis á múlösnunum, og bjálkahúsið okkar seljum við áður en við leggjum af stað.“ Banderas gaf nú félaga sínum merki, og báðir læddust þeir svo hljóðlega sem þeir gátu burtu. Þegar þeir voru komnir nokk- uð frá bjálkahúsinu, mælti Banderas: „Þetta má heita merkileg tilviljun. Ekki höfðum við fyrr skilið við Gousalvo, en við hittum þá, sem hann leitar eftir af svo mikl- um ákafa.“ „Já, merkileg tilviljun er það,“ mælti Gomez. „Mér heyrðist,“ hélt Banderas áfram, „þessir unglingar vera að tala um föður sinn. Nefndu þeir Ruben í því sambandi. Og eftir lýsingunni, þá held ég að ég hafi einhvern tíma haft einhver kynni af manni með því nafni.“ „Það má vel vera,“ svaraði Gomez, „en við verðum lrér eftir að brjóta heilann um það, sem okkur er miklu þýðingarmeira. Við vitum ekkert um þá miklu breytingu, sem eftir þeirra sögusögn, hefir orðið á gimsteinadalnum. Þegar við Zurdo komum þar var dalurinn allur í vatni, eins og hann hefir verið frá ómunatíð. Og það var aðeins blind hending að við fundum innganginn í Kirkjuhellinn. Það verður ógerlegt að leggja inn í þessi löngu göng, eins og stað- hættir eru, öðruvísi en að vera margir sam- an og hafa til þess góðan útbúnað. Það var aðeins slembilukka að við féllum ekki nið- ur í einhverja gjána.“ „Þetta verður þokkalegt ferðalag," mælti Banderas. „Það er víst og satt. Því leiðin að hellis- munnanum liggur eftir örmjóu einstigi í dalbrúninni. Á aðra hönd er gínandi hyl- dýpi vatnsins og þrítugur hamarinn, en á hina hengiflug fjallanna." „Við verðum að hafa hraðan á,“ mælti

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.