Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 38
122
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
ganga mátti þurrum fótum, þar sem það
hafði áður verið. En hvers vegna spyrjið þér
að þessu?“
„Ég hefi mínar ástæður til þess að
spyija,“ svaraði hershöfðinginn, „því mér
hefir verið sagt, að vatnið í Gimsteinadaln-
um sé horfið.“
„Hver segir það? Ljúgið ekki að mér!“
æpti Marano og þreif í axlirnar á Banderas.
„Rólegir, rólegir, herra minn!“ mælti
Banderas og sleit sig lausan. „Undrist ekki
fyrr en ástæða er til, því nú skal ég segja
yður það un dursaml egasta. “
„Segið það fljótt! Kveljið mig ekki! Er
gullið fundið?"
„Ég veit ekki hvað hæft er í þeim sögu-
sögnum, er ganga meðal indíánanna um
hina duldu fjársjóði. í Gimsteinadalnum.
Það má vel vera að þær séu orðum auknar.
En liitt veit ég með vissu, að nú er dalbotn-
inn allur á þurru, og þar liggur lirágullið
miljónavirði."
Þegar Marano heyrði þetta, loguðu augu
hans af dýrslegri áfergju.
„Sögðuð þér að einhver félagi yðar hefði
komið í dalinn?“
„Já,“ svaraði Banderas, „það sagði ég.“
„Og veit hann hvar á að ganga í dalinn?"
„Það fullyrðir hann og ég hefi gildar
ástæður til að trúa því.“
„Og hefir hann sagt yður hver leiðin er?“
„Nei,“ hló Banderas, „haldið þér að ég
kæmi til yðar, ef ég vissi liver leiðin er?“
„Hvað viljið þér mér þá?“ æpti Marano
gramur.
„Ég vil neyða þennan mann til að segja
allt af létta, en til þess þarfnast ég hjálpar
yðar. Hann verður að segja okkur leyndar-
málið og--------“
„Deyja svo,“ greip Marano fram í.
j,Þér hafið skilið mig, heyri ég. Hann
verður að deyja. En ég býst við, að okkur
gangi illa að fá hann til að leysa frá skjóð-
unni.“
„Hver er þessi maður? Hvar er hann?“
spurði Marano.
„Hann er gullleitarmaður og er staddur
hér í Placer del Barranko."
„Hér! Hvað heitir hann?“
„Rólegir, herra minn! Fyrst verðið þér
að heyra skilmála mína fyrir samvinnunni."
„Búi hann hér,“ mælti Marano og stikaði
frarn og aftur um tjaldið, „þá get ég full-
vissað yður um, að okkur muni í félagi tak-
ast að ve'iða upp úr honum leyndarmálið.
Til livers haldið þér að ég sé gæzlumaður
hér? Til að gæta laga og réttar? Nei —
ónei!“
„Hverju getið þér áorkað í skjóli valds
yðar og stöðu?" mælti Banderas.
„Þér þekkið vissulega ekki völd mín hér.
Þegar þjófnaðir og önnur spellvirki færð-
ust svo í vöxt hér, að til vandræða horfði, þá
fólu íbúar þessarar gullleitarnýlendu mér
gæzlustarfið. Úr hópi gullfaranna valdi ég
mér sex ófyrirleitna hjálparmenn, sem
skyldu aðstoða mig við framkvæmd hinna
óskráðu laga, sem hér eru í gildi. Stjóm
okkar verður lengi í minnum höfð, við lét-
um óspart kné fylgja kviði og gleymdum
því aldrei að sjá okkar eigin hagsmunum
borgið. Það megið þér vita með vissu. Eg
treysti mér því fullkomlega til að liandtéra
þennan náunga. Það eru margir glæpir, sem
hægt er að ásaka náungann um, með góð-
urn árangri, í henni veröld!“
„Og þola íbúarnir slíka harðstjóm og
réttleysi?"
„Vissulega! Þeir eru allir hræddir við
okkur sjömenningana. Þeir vita að við lát-
um ekki allt fyrir brjósti brenna. En segið
mér skilmála yðar.“
„Eg skal vera stuttorður," mælti Bander-
as. „Mínir skilmálar eru þeir, að við skipt-
um bróðurlega á milli okkar fengnum, þeg-
ar okkur hefir tekizt að ryðja úr vegi þeim
manninum, er hér veit einn hvar leiðin í
Gimsteinadalinn er.“
„Eg geng að því,“ mælti Marano og þó