Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 41
N.Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 125 Hann gekk, án þess að gera boð á undan sér, inn í bjálkahúsið og mælti við Henry: „Ég er með orðsendingu til þín.“ „Ég vil ekkert hafa að gera með orðsend- ingar þínar,“ svaraði Henry, „ég vil ekki hlusta á mál þeirra manna, er ekki kunna einu sinni einföldustu mannasiði." „Þú skalt ekki leggja mér neinar lífsregl- ur — til þess ert þú of lítilsigldur. En erindi mitt er þetta: Samkvæmt skipun Marano gæzlumanns áttu ásamt bróður þínum að mæta hjá honum nú þegar, heyrirðu það?“ „Marano liefir ekkert yfir mér að segja,“ svaraði Henry. „Farðu til fjandans með all- ar hans skipanir, og láttu okkur í friði, ann- ars skaltu fá að kenna á byssuskeftinu því arna!“ Hodkin greip til hnífs, sem hann bar í beltisstað, en samtímis minntist hann fyrir- mæla húsbónda síns. Þess vegna reyndi hann að stilla sig eftir mætti og yfirgaf bjálkahúsið. „Þú varst of skapbráður og tunguhvass við þennan mann," mælti Celía þegar Hod- kin var farinn, „hann getur orðið okkur til mikils tjóns, því að hann og félagar hans eru samvizkulaus þrælmenni, sem láta hefndina ráða gjörðum sínum." ,,Ég hefi aðeins svarað honum að verð- leikum," svaraði Henry, „og ég veit ekki á hvern hátt hann getur unnið okkur tjón, því áður en sólin gengur undir í kvöld verðum við farin héðan.“ Systkinin borðuðu morgunverð sinn þög- ul, og að því loknu fóru þau að pakka nið- ur farangur sinn. í sama mund kom Hodkin aftur inn í bjálkahúsið. „Komdu. með mér með góðu,“ mælti hann, „Marano mun ekkert illt gera ykkur, og ykkur verður fyrir beztu að hlýðnast boði hans mótþróalaust." ,,Ég þekki ekki þennan Marano, og á ekkert vantalað við hann. Þurfi hann eitt- hvað við mig að tala, þá getur hann komið til mín.“ „Marano er gæzlumaður hér og hefir fulla heimild til að kalla hvern og einn til yfirheyrzlu. Og ef þið viljið ekki fylgja með mótþróalaust, þá finn ég mig knúinn til að beita valdi. Þið takið afleiðingunum." Um leið og hann mælti þessi orð, þreif hann byssu, sem Henry átti og snaraðist á dyr. Henry spratt á fætur og gerði sig líklegan til að veita honum eftirför, en hann var ekki fyrr kominn út úr húsinu en indíána- snöru var kastað yfir höfuð hans. Samtímis kom þriðji maður út úr kjarrinu og ruddist inn í húsið. Kom hann andartaki síðar til baka og hafði Celíu meðferðis. Hodkin kom nú að og félagar hans hjálp- uðu honum til að binda Henry, síðan lögðu þeir af stað með hann til tjalds Maranos. Celíu skyldu þeir eftir í böndum í bjálka- húsinu. „Gættu hans vel, þangað til við komum og sækjum hann,“ mælti Hodkin við Sneer, því að hann hélt að Celía væri karlmaður, eins og klæðnaður hennar gaf til kynna. „Já, herra," mælti Sneer, „ég skal gæta hans þangað til þið komið aftur." Marano beið komu félaga sinna með óþreyju. Umhugsunin um Gimsteinadal- inn gagntók hann allan. Hið eina, sem honum gramdist, var að þurfa að pína kyn- blendinginn til sagna í návist aðkomu- mannanna tveggja. „Verum rólegir, góðir menn,“ hugsaði hann, „ég finn áreiðanlega ráð áður en lík- ur, til að koma þessum bölvaða hershöfð- ingja fyrir kattarnef. Og þjónn hans skal sannarlega fara sömu leiðina — nefnilega til helvítis!" „Hér er fuglinn!" mæld Hodkin, „en ekki gekk það andskotalaust að koma hon- um hingað!" „Komið með hann inn í tjaldið," sagði Marano.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.