Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 44
128
ALÞÝÐUMENNINGIN OG BÓKMENNTIRNAR
N. Kv.
vert að hafa verzlunarviðskipti við íslend-
inga, sökum þess, hve lítt mætti treysta
þeim. Eg geri ráð fyrir, að bankarnir og
málfærslumennirnir gætu eitthvað um það
sagt, hvort þetta hafi verið alveg út í blá-
inn mælt. Enn betur munu lesendur minn-
ast greinar Sveins Björnssonar í Dvöl 1938
um „Að svara bréfum“. Og ekki er mín góð-
menska meiri en svo, að þau árin, sem ég
dvaldi erlendis, kom það nokkuð oft fyrir,
að mig langaði til að „gefa duglega á kjaft“,
þegar landar mínir gumuðu sem ósmekk-
legast um þetta einstæða ágæti íslendinga
og þeirra fornafdarfrægð — gleymandi því,
að „það gefur ei dvergnum gildi manns að
Golíat var afi hans.“ Nei, það er betra að
láta aðra um það, að mikla okkur, og það
er sannast að segja líka bezt, að þeir geri það
í hófi. Og helzt ættum við að geta séð þegar
lofið er hreint háð. Það hefir okkur þó ekki
alltaf tekizt, og mætti tilfæra ýms dæmi. Eg
ætla að nefna aðeins eitt. Við stöndum, eins
og kunnugt er, mjög aftarlega í garðrækt,
svo aftarlega, að langt er frá að vanvirðu-
laust rnegi heita. En Bretar eru önnur mesta
garðræktarþjóð í Norðurálfu, svo að Hol-
lendingar einir standa þeim framar. í fyrra
kom hingað enskur blaðasnápur. (Þessi
gerpi, allra þjóða kvikindi, eru sífellt að
koma hingað með fáfræði sína, til þess að
búa sig undir að skrifa á síðan bull um okk-
ur handa löndum sínurn, og þegar slíka
höfðingja ber að garði, tökumst við alveg á
loft). Aftur heimkomið skrifaði manntötrið
— „að sjálfsögðu logandi hól.“ Ein greina
hans var að sögn um það, hvílík furðuleg
garðyrkjuþjóð íslendingar væru. Dagblað
eitt í Reykjavík var svo barnalega saklaust,
að það tók þetta fyrir góða vöru og sagði
frá hólinu undir nokkurra dálka fyrirsögn.
En þess varð ég var, að þá gekk barnaskap-
urinn fram af fleirum en mér.
Hingað til má heita að það sé aðeins eitt,
sem varpað hefir ljóma á nafn íslands úti
um heim: bókmenntirnar. En af þeim ljóma
líka bjarmar heimskautanna á milli. Þannig
er það, að ein hin allra bezta blaðagrein,
sem ég hefi séð um ísland á erlendu máli,
birtist í því landi, sem fyrir legu sína er ein-
angraðast allra byggðra landa á hnettinum
og okkur fjarlægast, þ. e. Nýja Sjálandi.
Enda þótt hún væri um ísland nútímans,
þá var þó tilefni hennar það, að þetta land
átti hinar einstæðu miðalda-bókmenntir.
Það er af þeim og Hallgrími Péturssyni að
þannig hefi rlýst fram áþennandag. Eneitt-
hvað er líkfararlegt við það, að lifa á ein-
tómri fornaldarfrægð, og ekki getur það
samrýmzt heilbrigðum og þróttugum þjóð-
armetnaði. Það er alltof líkt því, er farið er
að skrifa menn „fyrrverandi“ heiðursmenn,
sem ætíð virðist gefa til kynna, að nú sé~
lítið úr þeim orðið. Samtíðin getur illa un-
að því, og framtíðin með engu móti. Hún
vill annað og miklu meira; en hvað hún
vill, það hefir mér vitanlega enginn sagt af
annarri eins snilli og Björg Pétursdóttir í
kvæði sínu, Þetta vill framtíðin. Það kvæði
er of langt til þess að taka það upp hér, og
styttingu þolir það ekki, því að það er laust
við ónytjuorð og útúrdúra. Eg verð því að
vísa til þess í Þingeyskum ljóðum.
Ekki er unnt að sjá, að íslenzk þjóð muni
nokkru sinni geta unnið sér virðingu heims-
ins fyrir annað en andlega og siðferðilega
atgjörvi. Virðingu heimsins hlýtur í raun-
,inni engin þjóð, sem ekki á andlega afreks-
menn. Eigi hún þá ekki, getur hún aldrei
hlotið varanlega frægð. Það er bjarminn af
þeirra afrekum, sem lýsa verður upp hin
önnur, ef þau eiga ekki að hverfa f
gleymskuhafið. Laugaklif væri löngu
gleymt ef það hefðu ekki verið Grikkir,
sem vörðust þar. Meira að segja myndi
Leonidas nú vera dauf minning, ef Simoni-
des hefði aldrei verið til.
Um andleg afrek íslendinga — alinna og
óborinna — á ýmsum sviðum getum við lát-
ið okkur dreyma, og ber enda að láta okkur
dreyma, að því tilskyldu að við höfum þann: